ji_frontimage11.jpg
Samtökin
Forsíđa
Fréttir
Fyrirspurn
Um Landvernd
English
Málefni
Reykjanesskagi
Langisjór
Alviđra
ÍslandsGátt
Hálendisvegir
Gjábakkavegur
Vatnajökulsţjóđgarđur
Ţjóđarblóm
Loftslagsverkefni
Árneshreppur
Ýmislegt
Lögverndarsjóđur
Ýmsar greinar
Bćkur - Bolir
Skrá netfang
Fjarlægja netfang

Fréttir
,,Ég sel ekki vatnsréttinn í Tungufljóti": frá málţingi um virkjanir í Skaftárhreppi
5. maí 2012 - Landvernd

Yfir eitt hundrađ manns sóttu málţing Landverndar og Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi í Norrćna húsinu í dag. Til umrćđu voru áhrif virkjana í Hólmsá og Skaftá.

Haukur Jóhannesson jarđfrćđingur rćddi um einstaka jarđfrćđi svćđisins, en frá Eldgjá og Lakagígum hafa runniđ mestu hraunflóđ á jörđinni á sögulegum tíma. Snorri Baldursson ţjóđgarđsvörđur dró fram sérstöđu lífríkis sem felst ekki síst í mosa og- fléttugrónum hraunum sem einstök eru á heimsvísu. Í máli Ţóru Ellenar Ţórhallsdóttur, formanns faghóps I í rammaáćtlun 2 kom fram ađ vatnasviđ Skaftár/Tungufljóts og Hólmsár búi yfir miklum verđmćtum í náttúru og menningarminjum. Faghópur I taldi ađ ţennan hluta miđhálendins ćtti ađ vernda í heild sinni. Ţví er ljóst ađ báđar virkjunarhugmyndirnar ćttu ađ rađast í verndarflokk.

Vigfús Gunnar Gíslason frá Flögu í Skaftártungu sýndi myndir frá svćđinu og rćddi um upplifun sína af landinu og hvernig virkjanir myndu breyta landslagi. Heiđa Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöđum velti fyrir sér áhrifum virkjana á landbúnađ og mannlíf í Skaftárhreppi og sagđi m.a.: „Ég ćtla fyrir fullum seglum inn í framtíđina međ mína óbilandi, bjargföstu trú á íslenskan landbúnađ og ég veit ađ margir sveitungar mínir eru sama sinnis. Ég sel ekki vatnsréttinn í Tungufljóti, ég sel ekki land undan Ljótarstöđunum og fleiri vatnsréttarhafar og landeigendur í Skaftártungu hafa gefiđ út sömu yfirlýsingu. Ţađ mun ţví verđa ađ fara í afar subbulegar eignarnámsađgerđir ef af Búlandsvirkjun á ađ verđa“.
Til baka
Landvernd, Skúlatúni 6, 105 Reykjavík
Sími: 552-5242, Fax: 562-5242, Netfang: landvernd@landvernd.is