Um verkefnið

Landvernd og Blái herinn eru í samstarfi í baráttunni við plastmengun undir hatti Hreinsum Íslands en Blái herinn sér um strandhreinsunararm verkefnisins.

Meginmarkmið Hreinsum Ísland er að fræða almenning um skaðsemi plasts á hafið og lífríkið og virkja almenning, framleiðendur og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum í þessari baráttu með því að endurhugsa neyslu sína, afþakka og endurnota.
Þrýstum á  stjórnvöld að draga úr ósjálfbærri neyslu í víðu samhengi. Á síðunni hreinsumisland.is gefst almenningi gefst kostur að fræðast um plast, endurvinnslu, sjálfbærni, strandhreinsanir o.fl.