Skrifstofan Rannveig Magnúsdóttir Rannveig er verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis, Vistheimtarverkefnis, Strandhreinsunarverkefnis og Loftslagsverkefnis Landverndar. Rannveig er líffræðingur að mennt og lauk doktorsnámi í spendýravistfræði árið 2013 frá Háskóla Íslands í samstarfi við Oxford háskóla í Bretlandi. Hún hefur áður lokið meistaranámi í sama fagi frá Háskóla Íslands í samstarfi við Deakin háskóla í Ástralíu. Einnig lauk hún kvikmyndagerðarnámi frá Kvikmyndaskóla Íslands. Rannveig hefur gegnt ýmsum störfum í gegnum tíðina og hefur m.a. starfað við rannsóknir á sjófuglum, mink og áströlsku ránpokadýri. Að auki hefur hún tekið þátt í gerð ýmissa kvikmynda og náttúrulífsmynda. Rannveig hefur starfað fyrir ýmis félög, m.a. var hún formaður alþjóðlegu stúdentasamtakanna IAESTE á Íslandi 2001-2002. Hún var í ritstjórn Náttúrufræðingsins árin 2012-2016 og hefur verið pistlahöfundur í Samfélaginu á Rás 1 frá 2016. Umhverfispistlar Rannveigar rannveig (hjá) landvernd.is Tögg Jane Goodall jarðhitaverkefni loftslagsverkefni matarsóun rannveigmagnúsdóttir starfsfólk Vistheimt Vista sem PDF