Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Gagnrýna eignarnámsleyfi iðnaðarráðherra

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau mótmæla leyfi iðnaðarráðherra til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2:

,,Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd  mótmæla harðlega ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um að veita Landsneti hf. heimild til að taka jarðir á Reykjanesskaga eignarnámi vegna fyrirhugaðrar Suðurnesjalínu 2.

Áætluð framkvæmd er 32,4 km löng 220 kV háspennulína á allt að 30 metra háum möstrum frá Hamranesi í Hafnarfirði að Rauðamel í Reykjanesbæ. Á 7 km kafla í Hafnarfirði er áætlað að leggja línuna yfir ósnortið hraun, en frá sveitarfélagamörkum við Sveitarfélagið Voga er áætlað að leggja línuna steinsnar fyrir ofan Reykjanesbraut með núverandi 132 kV línu en á miklu hærri möstrum og að auki leggja nýja vegaslóða að hverju mastri á línuleiðinni. Um stórframkvæmd er að ræða sem mun hafa umtalsverð og óásættanleg umhverfisáhrif.

Með raforkulögum, nr. 65/2003, var Orkustofnun falið víðtækt umsjónarhlutverk í raforkumálum, einkum eftirlit með sérleyfisþáttum, þ.e. flutningi og dreifingu raforku. Landsneti hf. ber einnig að starfa samkvæmt raforkulögum en  markmið laganna er: „að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu.“

Ekkert mat á þjóðhagslegri hagkvæmni Suðurnesjalínu 2 hefur farið fram. Ekki hefur heldur farið fram mat á þörf fyrir svo stóra línu, með flutningsgetu yfir 600 MW, en það er  margföld orkuþörf (til almennra nota á Suðurnesjum) samkvæmt raforkuspá Orkuspárnefndar árið 2050.

Ráðuneytið byggir ákvörðun sína nær eingöngu á rökum Orkustofnunnar fyrir leyfisveitingu vegna framkvæmdarinnar frá 5. desember 2013, en að mati undirritaðra vanrækti Orkustofnun þar illilega eftirlitshlutverk sitt og afritaði niðurstöðu sína nær beint upp úr texta Landsnets hf. í stað þess að gera sjálfstætt mat, m.a. á flutningsþörf og valkostum líkt og stofnunninni ber samkvæmt raforkulögum og reglugerð. Þessa ákvörðun Orkustofnunnar hafa Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd þegar kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Í afstöðu sinni tekur Orkustofnun og nú líka Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir þau rök Landsnets hf. að þörfin fyrir háspennulínu með flutningsgetu fyrir 600MW byggist á þörf fyrir raforkuflutning frá virkjunarkostum rammaáætlunar, þ.e. virkjunarkostum í nýtingarflokki með 280 MW uppsett afl og biðflokki með 100 MW uppsett afl, auk núverandi virkjana með 175 MW uppsett afl. Samtals 555 MW.
 
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd benda á að alls er óvíst að virkjanir í biðflokki ramaáætlunar verði reistar. Það er heldur ekki fullvíst að virkjanir í nýtingarflokki verði byggðar, m.a. vegna óvissu um framleiðslugetu þessara svæða á Reykjanesskaga.
 


 

  

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd benda á að verðmunur á jarðstrengjum og loftlínum hefur farið ört minnkandi á síðustu árum og standast upplýsingar í gögnum málsins um 5-9 faldan verðmun engan veginn miðað við nýjustu upplýsingar um þróun jarðstrengja. T.d. gerði kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions almennan samanburð á jarðstrengjum og loftlínum miðað við íslenskar aðstæður í nóvember 2013, þar sem fram kemur að ef horft er til líftímakostnaðar er verðmunur á 220 kV loftlínum og jarðstrengjum einungis 1,2 og 1,04 á 132 kV. Einnig hefur reynsla og þekking á jarðstrengjalögnum t.d. í Frakklandi, leitt til þess að jarðstrengir af þessari stærðargráðu eru lagðir með vegum og valda því lágmarkstjóni á náttúru. Þá benda samtökin á að í niðurstöðu nefndar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipaði um lagningu raflína í jörð, náðist samkomulag um að á náttúruverndarsvæðum og svæðum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum (þ.m.t. eldhraun) ætti að kanna umhverfisáhrif hvoru tveggja, jarðstrengja og loftlína, óháð kostnaðmuni. Hluti þess svæðis sem Suðurnesjalína 2 liggur um er á slíkum svæðum."

Tögg

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ábending um gæðastýringu sauðfjárræktar
28.8.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.7.2019

Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
9.7.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.6.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
17.6.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 mál S-74/2019
17.3.2019

1. áfangi orkustefnu. Umsögn Landverndar
17.3.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd
17.3.2019

Áskorun um friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu
14.2.2019

Nýtt framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar kært og krafist stöðvunar framkvæmda
27.3.2018

Virkjun vindorku á Íslandi. Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi.
23.2.2018

Fréttatilkynning: Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum
10.1.2018

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar
13.12.2016

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk
3.8.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets
9.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit
19.5.2016

Stöndum vörð um valddreifða stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs
18.5.2016

Lagabreytingar vegna sameininga á sviði skógræktar
18.5.2016

Brotið á almenningi og umhverfissamtökum
10.5.2016

Aðalfundur ályktar um friðlýsingar
2.5.2016

Jökulsárlón verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs
14.4.2016

Tillögur um ákvæði í stjórnarskrá
10.3.2016

Drög að breytingum á starfsreglum harðlega gagnrýndar
23.2.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga
8.2.2016

Landvernd kærir auglýsingar Norðuráls
30.12.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu
11.11.2015

Gefum engan afslátt af umhverfismati
5.10.2015

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun
29.9.2015

Ný stóriðja gerir lítið úr losunarmarkmiðum Íslands
29.9.2015

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar
28.9.2015

Ráðherra tryggi fjárveitingar til friðlýsinga í virkjana- og verndaráætlun
15.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu
30.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd
19.5.2015

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög
10.3.2015

Fimmtán samtök krefjast úrbóta fyrir Náttúrugripasafn
10.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi
30.11.2014

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar
27.11.2014

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins
13.10.2014

Útrýma beri hindrunum í framkvæmd Árósasamningsins
30.6.2014

Málþing um Árósasamninginn
21.5.2014

Gagnrýna flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk
19.3.2014

Standa vörð um almannaréttinn
26.2.2014

Stjórnvöld hætti við vinnslu olíu og gass
22.1.2014

Telja tillögu ráðherra ekki samræmast lögum
15.1.2014

Ramsar tekur undir með Landvernd
13.1.2014

Breyting á endurskoðunarákvæði matsskýrslna?
25.11.2013

Landvernd mótmælir harðlega áformum um nýja Norðlingaölduveitu
13.11.2013

Afturköllun náttúruverndarlaga mótmælt harðlega
25.9.2013

Níu samtök hvetja til uppbyggingar Náttúruminjasafns
16.9.2013

Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi
13.9.2013

Fréttatilkynning vegna framkvæmda í Gálgahrauni
19.8.2013

Landvernd harmar upprekstur fjár á Almenninga
16.7.2013

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti
31.5.2013

Landvernd óskar skýringa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis
22.5.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
23.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok
13.3.2013

Landvernd krefst stöðvunar framkvæmda við Bjarnarflag
12.3.2013

Ábendingar Landverndar vegna stjórnunarfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs
7.3.2013

Landvernd styður bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera
25.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum
12.2.2013

Stjórn Landverndar kallar á aðgerðir vegna síldardauða
5.2.2013

Umhverfisráðherrar arktískra svæða hvattir til aðgerða vegna "black carbon"
4.2.2013

Fresta ber fjárveitingu til Álftanesvegar eftir Gálgahrauni
27.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
29.9.2012

Umsögn um aðalnámskrá grunnskóla - náttúrufræðigreinar
9.9.2012

Athugasemdir við tillögur að nýjum landgræðslu- og skógræktarlögum
3.9.2012

Drög að matsskýrslu um vegagerð í Reykhólahreppi
14.8.2012

Áskorun til OR og menntamálaráðherra vegna Náttúruminjasafns Íslands og sölu Perlunnar
29.2.2012

Iðnaðarráðherra banni áfram útgáfu rannsóknaleyfa
29.2.2012

Alþingi samþykki frumvarp um breytingar á lögum um upplýsingarétt
29.2.2012

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun
18.11.2011

Landvernd hvetur borgarstjórn - Bitra verði áfram í verndarflokki
8.11.2011

Ályktun vegna vegagerðar í Gufudalssveit
22.9.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls
28.6.2011

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs
3.6.2011

Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna rannsóknarleyfis í Grændal
2.6.2011

Ályktanir aðalfundar Landverndar
27.5.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár
17.2.2011

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum
19.8.2010

Fram fari heildstætt umhverfismat
15.10.2008

Gagnrýna eignarnámsleyfi iðnaðarráðherra

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau mótmæla leyfi iðnaðarráðherra til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2:

,,Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd  mótmæla harðlega ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um að veita Landsneti hf. heimild til að taka jarðir á Reykjanesskaga eignarnámi vegna fyrirhugaðrar Suðurnesjalínu 2.

Áætluð framkvæmd er 32,4 km löng 220 kV háspennulína á allt að 30 metra háum möstrum frá Hamranesi í Hafnarfirði að Rauðamel í Reykjanesbæ. Á 7 km kafla í Hafnarfirði er áætlað að leggja línuna yfir ósnortið hraun, en frá sveitarfélagamörkum við Sveitarfélagið Voga er áætlað að leggja línuna steinsnar fyrir ofan Reykjanesbraut með núverandi 132 kV línu en á miklu hærri möstrum og að auki leggja nýja vegaslóða að hverju mastri á línuleiðinni. Um stórframkvæmd er að ræða sem mun hafa umtalsverð og óásættanleg umhverfisáhrif.

Með raforkulögum, nr. 65/2003, var Orkustofnun falið víðtækt umsjónarhlutverk í raforkumálum, einkum eftirlit með sérleyfisþáttum, þ.e. flutningi og dreifingu raforku. Landsneti hf. ber einnig að starfa samkvæmt raforkulögum en  markmið laganna er: „að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu.“

Ekkert mat á þjóðhagslegri hagkvæmni Suðurnesjalínu 2 hefur farið fram. Ekki hefur heldur farið fram mat á þörf fyrir svo stóra línu, með flutningsgetu yfir 600 MW, en það er  margföld orkuþörf (til almennra nota á Suðurnesjum) samkvæmt raforkuspá Orkuspárnefndar árið 2050.

Ráðuneytið byggir ákvörðun sína nær eingöngu á rökum Orkustofnunnar fyrir leyfisveitingu vegna framkvæmdarinnar frá 5. desember 2013, en að mati undirritaðra vanrækti Orkustofnun þar illilega eftirlitshlutverk sitt og afritaði niðurstöðu sína nær beint upp úr texta Landsnets hf. í stað þess að gera sjálfstætt mat, m.a. á flutningsþörf og valkostum líkt og stofnunninni ber samkvæmt raforkulögum og reglugerð. Þessa ákvörðun Orkustofnunnar hafa Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd þegar kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Í afstöðu sinni tekur Orkustofnun og nú líka Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir þau rök Landsnets hf. að þörfin fyrir háspennulínu með flutningsgetu fyrir 600MW byggist á þörf fyrir raforkuflutning frá virkjunarkostum rammaáætlunar, þ.e. virkjunarkostum í nýtingarflokki með 280 MW uppsett afl og biðflokki með 100 MW uppsett afl, auk núverandi virkjana með 175 MW uppsett afl. Samtals 555 MW.
 
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd benda á að alls er óvíst að virkjanir í biðflokki ramaáætlunar verði reistar. Það er heldur ekki fullvíst að virkjanir í nýtingarflokki verði byggðar, m.a. vegna óvissu um framleiðslugetu þessara svæða á Reykjanesskaga.
 


 

  

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd benda á að verðmunur á jarðstrengjum og loftlínum hefur farið ört minnkandi á síðustu árum og standast upplýsingar í gögnum málsins um 5-9 faldan verðmun engan veginn miðað við nýjustu upplýsingar um þróun jarðstrengja. T.d. gerði kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions almennan samanburð á jarðstrengjum og loftlínum miðað við íslenskar aðstæður í nóvember 2013, þar sem fram kemur að ef horft er til líftímakostnaðar er verðmunur á 220 kV loftlínum og jarðstrengjum einungis 1,2 og 1,04 á 132 kV. Einnig hefur reynsla og þekking á jarðstrengjalögnum t.d. í Frakklandi, leitt til þess að jarðstrengir af þessari stærðargráðu eru lagðir með vegum og valda því lágmarkstjóni á náttúru. Þá benda samtökin á að í niðurstöðu nefndar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipaði um lagningu raflína í jörð, náðist samkomulag um að á náttúruverndarsvæðum og svæðum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum (þ.m.t. eldhraun) ætti að kanna umhverfisáhrif hvoru tveggja, jarðstrengja og loftlína, óháð kostnaðmuni. Hluti þess svæðis sem Suðurnesjalína 2 liggur um er á slíkum svæðum."

Tögg

Vista sem PDF