Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum

Landvernd    19.8.2010
Landvernd

Landvernd fagnar áformum um að stækka friðlandið í Þjórsárverum, einnig til suðurs. Fyrirliggjandi athuganir á Þjórsárverum sýna að svæðið er afar verðmætt vegna gróðurfars og dýralífs, einnig sem víðerni og hluti af stærri landslagsheild. Þetta hefur m.a. komið fram í vinnu við rammaáætlun.

Umfjöllun um verndun Þjórsárvera hefur staðið í nær 50 ár. Nái áform um stækkun fram að ganga er von til þess að niðurstaða fáist loks í þessu máli. Það yrði þá niðurstaða þar sem náttúran fær að njóta vafans og þar sem skammtíma virkjunarhagsmunir víkja fyrir langtíma verndunarsjónarmiðum.

Landvernd telur að fyrirliggjandi hugmyndir um Norðlingaölduveitu séu ekki ásættanlegar þar sem sýna má fram á að framkvæmdir af því tagi myndu spilla verndargildi Þjórsárvera. Umrædd framkvæmd hefði óhjákvæmilega áhrif inn fyrir núgildandi friðlandsmörk Þjórsárvera og gæti valdið óafturkræfum spjöllum á svæðinu. Þessi áform eru að mati Landverndar ekki heldur í samræmi við markmið svæðiskipulags miðhálendisins þess efnis að almennt beri að halda hverskonar mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands í lágmarki.

Landvernd vill benda á að Umhverfisstofnun og erlendir sérfræðingar hafa staðfest að friðlandsmörkin eru algjörlega ófullnægjandi. Þá hefur Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands staðfest í bókun að landslagsheild Þjórsárvera nái langt út fyrir núverandi mörk friðlandsins og að Norðlingaölduveita myndi valda miklu umhverfisraski á stóru svæði. Komi til virkjunarframkvæmda verður ekki mögulegt að stækka friðlandið þannig að það nái til allra þeirra náttúruverðmæta sem svæðið býr yfir.

Að mati Landverndar hníga öll rök að því að stækka verndarsvæðið þannig að það falli að náttúrulegum mörkum Þjórsárvera. Samtökin fagna því tillögum sem umhverfisráðherra, í samvinnu við iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra, hefur kynnt um stækkun verndarsvæðisins. Jafnframt er mikilvægt að líta til hugmynda um verndun þeirra fjalla og jökla sem móta stórbrotna umgjörð svæðisins. þ.e. Kerlingafjalla í vestri og Hofsjökuls í norðri.

Landvernd hafði fyrir nokkrum árum forgöngu um að tveir viðurkenndir erlendir sérfræðingar gerðu úttekt á verndargildi Þjórsárvera. Niðurstaða þeirra var að góðar líkur væru á því að svæðið sé svo einstakt að það gæti átt heima, ásamt stærri landslagsheild, á heimsminjaskrá UNESCO.

Landvernd lítur svo á að almenn pólitísk sátt hafi náðst um stækkun friðlands Þjórsárvera. Stjórn Landverndar hvetur alla þingmenn til að standa vörð um þá sáttagjörð. Þjórsárver eru gróðurvin með árþúsunda samfellda sögu þróttmikils lífríkis. Þau mynda vel afmarkað og einstakt vistkerfi á miðhálendi Íslands og eru mikilvæg heimkynni margra fuglategunda. Þjórsárver eru þjóðargersemi.

 

Tögg

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ábending um gæðastýringu sauðfjárræktar
28.8.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.7.2019

Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
9.7.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.6.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
17.6.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 mál S-74/2019
17.3.2019

1. áfangi orkustefnu. Umsögn Landverndar
17.3.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd
17.3.2019

Áskorun um friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu
14.2.2019

Nýtt framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar kært og krafist stöðvunar framkvæmda
27.3.2018

Virkjun vindorku á Íslandi. Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi.
23.2.2018

Fréttatilkynning: Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum
10.1.2018

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar
13.12.2016

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk
3.8.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets
9.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit
19.5.2016

Stöndum vörð um valddreifða stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs
18.5.2016

Lagabreytingar vegna sameininga á sviði skógræktar
18.5.2016

Brotið á almenningi og umhverfissamtökum
10.5.2016

Aðalfundur ályktar um friðlýsingar
2.5.2016

Jökulsárlón verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs
14.4.2016

Tillögur um ákvæði í stjórnarskrá
10.3.2016

Drög að breytingum á starfsreglum harðlega gagnrýndar
23.2.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga
8.2.2016

Landvernd kærir auglýsingar Norðuráls
30.12.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu
11.11.2015

Gefum engan afslátt af umhverfismati
5.10.2015

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun
29.9.2015

Ný stóriðja gerir lítið úr losunarmarkmiðum Íslands
29.9.2015

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar
28.9.2015

Ráðherra tryggi fjárveitingar til friðlýsinga í virkjana- og verndaráætlun
15.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu
30.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd
19.5.2015

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög
10.3.2015

Fimmtán samtök krefjast úrbóta fyrir Náttúrugripasafn
10.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi
30.11.2014

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar
27.11.2014

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins
13.10.2014

Útrýma beri hindrunum í framkvæmd Árósasamningsins
30.6.2014

Málþing um Árósasamninginn
21.5.2014

Gagnrýna flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk
19.3.2014

Gagnrýna eignarnámsleyfi iðnaðarráðherra
13.3.2014

Standa vörð um almannaréttinn
26.2.2014

Stjórnvöld hætti við vinnslu olíu og gass
22.1.2014

Telja tillögu ráðherra ekki samræmast lögum
15.1.2014

Ramsar tekur undir með Landvernd
13.1.2014

Breyting á endurskoðunarákvæði matsskýrslna?
25.11.2013

Landvernd mótmælir harðlega áformum um nýja Norðlingaölduveitu
13.11.2013

Afturköllun náttúruverndarlaga mótmælt harðlega
25.9.2013

Níu samtök hvetja til uppbyggingar Náttúruminjasafns
16.9.2013

Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi
13.9.2013

Fréttatilkynning vegna framkvæmda í Gálgahrauni
19.8.2013

Landvernd harmar upprekstur fjár á Almenninga
16.7.2013

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti
31.5.2013

Landvernd óskar skýringa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis
22.5.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
23.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok
13.3.2013

Landvernd krefst stöðvunar framkvæmda við Bjarnarflag
12.3.2013

Ábendingar Landverndar vegna stjórnunarfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs
7.3.2013

Landvernd styður bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera
25.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum
12.2.2013

Stjórn Landverndar kallar á aðgerðir vegna síldardauða
5.2.2013

Umhverfisráðherrar arktískra svæða hvattir til aðgerða vegna "black carbon"
4.2.2013

Fresta ber fjárveitingu til Álftanesvegar eftir Gálgahrauni
27.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
29.9.2012

Umsögn um aðalnámskrá grunnskóla - náttúrufræðigreinar
9.9.2012

Athugasemdir við tillögur að nýjum landgræðslu- og skógræktarlögum
3.9.2012

Drög að matsskýrslu um vegagerð í Reykhólahreppi
14.8.2012

Áskorun til OR og menntamálaráðherra vegna Náttúruminjasafns Íslands og sölu Perlunnar
29.2.2012

Iðnaðarráðherra banni áfram útgáfu rannsóknaleyfa
29.2.2012

Alþingi samþykki frumvarp um breytingar á lögum um upplýsingarétt
29.2.2012

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun
18.11.2011

Landvernd hvetur borgarstjórn - Bitra verði áfram í verndarflokki
8.11.2011

Ályktun vegna vegagerðar í Gufudalssveit
22.9.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls
28.6.2011

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs
3.6.2011

Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna rannsóknarleyfis í Grændal
2.6.2011

Ályktanir aðalfundar Landverndar
27.5.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár
17.2.2011

Fram fari heildstætt umhverfismat
15.10.2008

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum

Landvernd    19.8.2010
Landvernd

Landvernd fagnar áformum um að stækka friðlandið í Þjórsárverum, einnig til suðurs. Fyrirliggjandi athuganir á Þjórsárverum sýna að svæðið er afar verðmætt vegna gróðurfars og dýralífs, einnig sem víðerni og hluti af stærri landslagsheild. Þetta hefur m.a. komið fram í vinnu við rammaáætlun.

Umfjöllun um verndun Þjórsárvera hefur staðið í nær 50 ár. Nái áform um stækkun fram að ganga er von til þess að niðurstaða fáist loks í þessu máli. Það yrði þá niðurstaða þar sem náttúran fær að njóta vafans og þar sem skammtíma virkjunarhagsmunir víkja fyrir langtíma verndunarsjónarmiðum.

Landvernd telur að fyrirliggjandi hugmyndir um Norðlingaölduveitu séu ekki ásættanlegar þar sem sýna má fram á að framkvæmdir af því tagi myndu spilla verndargildi Þjórsárvera. Umrædd framkvæmd hefði óhjákvæmilega áhrif inn fyrir núgildandi friðlandsmörk Þjórsárvera og gæti valdið óafturkræfum spjöllum á svæðinu. Þessi áform eru að mati Landverndar ekki heldur í samræmi við markmið svæðiskipulags miðhálendisins þess efnis að almennt beri að halda hverskonar mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands í lágmarki.

Landvernd vill benda á að Umhverfisstofnun og erlendir sérfræðingar hafa staðfest að friðlandsmörkin eru algjörlega ófullnægjandi. Þá hefur Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands staðfest í bókun að landslagsheild Þjórsárvera nái langt út fyrir núverandi mörk friðlandsins og að Norðlingaölduveita myndi valda miklu umhverfisraski á stóru svæði. Komi til virkjunarframkvæmda verður ekki mögulegt að stækka friðlandið þannig að það nái til allra þeirra náttúruverðmæta sem svæðið býr yfir.

Að mati Landverndar hníga öll rök að því að stækka verndarsvæðið þannig að það falli að náttúrulegum mörkum Þjórsárvera. Samtökin fagna því tillögum sem umhverfisráðherra, í samvinnu við iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra, hefur kynnt um stækkun verndarsvæðisins. Jafnframt er mikilvægt að líta til hugmynda um verndun þeirra fjalla og jökla sem móta stórbrotna umgjörð svæðisins. þ.e. Kerlingafjalla í vestri og Hofsjökuls í norðri.

Landvernd hafði fyrir nokkrum árum forgöngu um að tveir viðurkenndir erlendir sérfræðingar gerðu úttekt á verndargildi Þjórsárvera. Niðurstaða þeirra var að góðar líkur væru á því að svæðið sé svo einstakt að það gæti átt heima, ásamt stærri landslagsheild, á heimsminjaskrá UNESCO.

Landvernd lítur svo á að almenn pólitísk sátt hafi náðst um stækkun friðlands Þjórsárvera. Stjórn Landverndar hvetur alla þingmenn til að standa vörð um þá sáttagjörð. Þjórsárver eru gróðurvin með árþúsunda samfellda sögu þróttmikils lífríkis. Þau mynda vel afmarkað og einstakt vistkerfi á miðhálendi Íslands og eru mikilvæg heimkynni margra fuglategunda. Þjórsárver eru þjóðargersemi.

 

Tögg

Vista sem PDF