Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi

   13.9.2013

Landvernd hefur sent Ásahreppi athugasemdir við lýsingu á aðalskipulagsbreytingu á Holtamannaafrétti. Samtökin gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Hér á eftir fer samantekt helstu atriða og í viðhengi er að finna umsögnina í heild sinni.

1. Landvernd telur að Ásahreppur fari á sveig við lög nr. 48/2011 með því að halda Norðlingaölduveitu inni á aðalskipulagi sem uppistöðulóni, en hún tilheyrir verndarflokki í verndar- og orkunýtingaráætlun Alþingis. Samkvæmt lögunum er ekki gert ráð fyrir því að virkjanir séu settar inn á skipulagsáætlanir nema það samræmist flokkun áætlunarinnar. Þá ber sveitarstjórnum að gera ráð fyrir friðun þeirra svæða sem eru í verndarflokki áætlunarinnar. Í þessu tilfelli þýðir það að Ásahreppi ber að gera ráð fyrir friðun svæðisins inni á skipulagi. Norðlingaölduveita myndi spilla víðernum á hálendinu vestan Þjórsár og rennsli í fossum árinnar, s.s. Dynk og Gljúfraleitafossi, myndi stórminnka.

2. Landvernd mótmælir því að Ásahreppur hyggist setja legu 220kV háspennulínu yfir Sprengisand inn á aðalskipulag, en slík framkvæmd myndi hafa mikil sjónræn áhrif í för með sér. Samtökin benda á að Landsnet hafi ekki gert skýra grein fyrir þörfinni á svo stórri línu, auk þess sem kerfisáætlun Landsnets sem vitnað er til í lýsingu Ásahrepps hefur ekki farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum áætlana. Landvernd hefur áður líst því yfir að samtökin leggjast gegn lagningu háspennulína yfir hálendið.

3. Landvernd telur ekki tímabært að setja virkjanahugmyndir í biðflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar inn á skipulag fyrr en Alþingi hefur sett fram nýja áætlun sem flokki þessar hugmyndir í verndar- eða orkunýtingarflokk. Þetta á við um Skrokkölduvirkjun og virkjanir í og við Hágöngulón, í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs.

4. Landvernd gagnrýnir einnig að uppbyggðir heilsársvegir á Sprengisandi skuli settir á aðalskipulag, en slíkar framkvæmdir myndu hafa mikil sjónræn áhrif.

5. Landvernd gerir athugasemdir við að ekki sé gert ráð fyrir að meta áhrif aðalskipulagsbreytinganna á víðerni og ferðaþjónustu.

 

Asahreppur_Holtamannaafrettur_Lysing adalskipulagsbreytingar_Umsogn_Landverndar__6sept2013
Tögg

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi

   13.9.2013

Landvernd hefur sent Ásahreppi athugasemdir við lýsingu á aðalskipulagsbreytingu á Holtamannaafrétti. Samtökin gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Hér á eftir fer samantekt helstu atriða og í viðhengi er að finna umsögnina í heild sinni.

1. Landvernd telur að Ásahreppur fari á sveig við lög nr. 48/2011 með því að halda Norðlingaölduveitu inni á aðalskipulagi sem uppistöðulóni, en hún tilheyrir verndarflokki í verndar- og orkunýtingaráætlun Alþingis. Samkvæmt lögunum er ekki gert ráð fyrir því að virkjanir séu settar inn á skipulagsáætlanir nema það samræmist flokkun áætlunarinnar. Þá ber sveitarstjórnum að gera ráð fyrir friðun þeirra svæða sem eru í verndarflokki áætlunarinnar. Í þessu tilfelli þýðir það að Ásahreppi ber að gera ráð fyrir friðun svæðisins inni á skipulagi. Norðlingaölduveita myndi spilla víðernum á hálendinu vestan Þjórsár og rennsli í fossum árinnar, s.s. Dynk og Gljúfraleitafossi, myndi stórminnka.

2. Landvernd mótmælir því að Ásahreppur hyggist setja legu 220kV háspennulínu yfir Sprengisand inn á aðalskipulag, en slík framkvæmd myndi hafa mikil sjónræn áhrif í för með sér. Samtökin benda á að Landsnet hafi ekki gert skýra grein fyrir þörfinni á svo stórri línu, auk þess sem kerfisáætlun Landsnets sem vitnað er til í lýsingu Ásahrepps hefur ekki farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum áætlana. Landvernd hefur áður líst því yfir að samtökin leggjast gegn lagningu háspennulína yfir hálendið.

3. Landvernd telur ekki tímabært að setja virkjanahugmyndir í biðflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar inn á skipulag fyrr en Alþingi hefur sett fram nýja áætlun sem flokki þessar hugmyndir í verndar- eða orkunýtingarflokk. Þetta á við um Skrokkölduvirkjun og virkjanir í og við Hágöngulón, í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs.

4. Landvernd gagnrýnir einnig að uppbyggðir heilsársvegir á Sprengisandi skuli settir á aðalskipulag, en slíkar framkvæmdir myndu hafa mikil sjónræn áhrif.

5. Landvernd gerir athugasemdir við að ekki sé gert ráð fyrir að meta áhrif aðalskipulagsbreytinganna á víðerni og ferðaþjónustu.

 

Asahreppur_Holtamannaafrettur_Lysing adalskipulagsbreytingar_Umsogn_Landverndar__6sept2013
Tögg

Vista sem PDF