Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni

Stjórn Landverndar kom saman í gær og sendi umhverfis- og auðlindaráðherra erindi þar sem ráðherra er hvött til að leita allra leiða til að forða Leirhnjúkshrauni í Skútustaðahreppi frá eyðileggingu vegna yfirvofandi háspennulínuframkvæmda Landsnets. Friðlýsingu hraunsins átti að ljúka fyrir árslok 2007 og fagstofnanir telja verndargildi þess hátt. Fulltrúar samtakanna funduðu með ráðherra um málið í morgun.

Í gær upplýsti Landsnet hf. Landvernd um að fyrirtækið væri að hefja framkvæmdir við vegslóða, mastraplön og reisingu háspennumastra í landi Reykjahlíðar vegna framkvæmda við Kröflulínu 4 sem er ný fyrirhuguð háspennulína á milli Kröflu og Þeistareykja. Verndarsvæðið Leirhnjúkshraun er í landi Reykjahlíðar. Þetta gerist á sama tíma og Landvernd freistar þess að fá framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir línunni hnekkt í flýtimeðferðarmáli fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem vænta má úrlausnar í nú í sumar.  

Landsneti virðist nú heimilt að hefja framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði í liðinni viku kröfum landeigenda óskipts lands Reykjahlíðar um ógildingu eignarnáms til handa Landsneti til að leggja raflínu um land þeirra. Umhverfismat fór fram á árunum 2008 til 2010, sem framkvæmdaleyfi byggir á, og er löngu úrelt að mati Landverndar, enda voru jarðstrengir ekki metnir þar. Að mati Landsnets hefur framkvæmdin “farið í gegnum lögbundið ferli”. Skýlir fyrirtækið sér m.a. á bak við þá staðreynd að enn hefur ekki komið til friðlýsingar Leirhnjúkshrauns, þrátt fyrir lagaskyldur þaraðlútandi, og þar með standi hærri stofnkostnaður við jarðstrengi en loftlínu í vegi fyrir því að fyrirtækið geti farið aðrar leiðir, t.d. með jarðstreng sem sneiði framhjá hrauninu. Fátt getur því stöðvað eyðileggingu Leirhnjúkshrauns, nema stjórnvöld beiti sér í málinu, t.d. með friðlýsingu hraunsins.

Samtökin Landvernd hafa frá 2015 með ýmsum úrræðum leitast við að fá fram aðra aðferð og lagnaleið með raflínur, en að eyðileggja um aldur og ævi eldhraun frá Mývatnseldum sem brunnu 1724-1729. Hraunið ber að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár og nýtur auk þess þegar sérstakrar verndar náttúruverndarlaga, og má einungis raska slíkum svæðum ef brýna almannahagsmuni beri til. Ekki hefur verið sýnt fram á slíka hagsmuni að mati Landverndar, enda ekki verið kannað hvort t.d. jarðstrengir sem sneiða framhjá hrauninu gætu komið í staðinn. Allt að einu ætlar nú Landsnet að eyðileggja Leirhnjúkshraun, til að tengja Kröflu og Þeistareyki við Bakka, án þess að leita annarra leiða en að raska verndarsvæði.

Mikilvægt er að bjarga Leirhnjúkshrauni frá óafturkræfu raski og leita leiða sem vernda einstaka náttúru Mývatns- og Kröflusvæðisins. Um það snýst málaleitan Landverndar.

Bréfið til ráðherra má finna hér að neðan. Umfjöllun um Bakkalínumálin má lesa í ársskýrslu Landverndar

Erindi til rádherra vegna yfirvofandi röskunar Leirhnjúkshrauns 20.6.2017_beidni um fund_LOKA.pdf
Tögg
Leirhnjukur 2_Sed af Leirhnjuki_LA_5sept2016.jpg 

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni

Stjórn Landverndar kom saman í gær og sendi umhverfis- og auðlindaráðherra erindi þar sem ráðherra er hvött til að leita allra leiða til að forða Leirhnjúkshrauni í Skútustaðahreppi frá eyðileggingu vegna yfirvofandi háspennulínuframkvæmda Landsnets. Friðlýsingu hraunsins átti að ljúka fyrir árslok 2007 og fagstofnanir telja verndargildi þess hátt. Fulltrúar samtakanna funduðu með ráðherra um málið í morgun.

Í gær upplýsti Landsnet hf. Landvernd um að fyrirtækið væri að hefja framkvæmdir við vegslóða, mastraplön og reisingu háspennumastra í landi Reykjahlíðar vegna framkvæmda við Kröflulínu 4 sem er ný fyrirhuguð háspennulína á milli Kröflu og Þeistareykja. Verndarsvæðið Leirhnjúkshraun er í landi Reykjahlíðar. Þetta gerist á sama tíma og Landvernd freistar þess að fá framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir línunni hnekkt í flýtimeðferðarmáli fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem vænta má úrlausnar í nú í sumar.  

Landsneti virðist nú heimilt að hefja framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni í kjölfar þess að Hæstiréttur hafnaði í liðinni viku kröfum landeigenda óskipts lands Reykjahlíðar um ógildingu eignarnáms til handa Landsneti til að leggja raflínu um land þeirra. Umhverfismat fór fram á árunum 2008 til 2010, sem framkvæmdaleyfi byggir á, og er löngu úrelt að mati Landverndar, enda voru jarðstrengir ekki metnir þar. Að mati Landsnets hefur framkvæmdin “farið í gegnum lögbundið ferli”. Skýlir fyrirtækið sér m.a. á bak við þá staðreynd að enn hefur ekki komið til friðlýsingar Leirhnjúkshrauns, þrátt fyrir lagaskyldur þaraðlútandi, og þar með standi hærri stofnkostnaður við jarðstrengi en loftlínu í vegi fyrir því að fyrirtækið geti farið aðrar leiðir, t.d. með jarðstreng sem sneiði framhjá hrauninu. Fátt getur því stöðvað eyðileggingu Leirhnjúkshrauns, nema stjórnvöld beiti sér í málinu, t.d. með friðlýsingu hraunsins.

Samtökin Landvernd hafa frá 2015 með ýmsum úrræðum leitast við að fá fram aðra aðferð og lagnaleið með raflínur, en að eyðileggja um aldur og ævi eldhraun frá Mývatnseldum sem brunnu 1724-1729. Hraunið ber að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár og nýtur auk þess þegar sérstakrar verndar náttúruverndarlaga, og má einungis raska slíkum svæðum ef brýna almannahagsmuni beri til. Ekki hefur verið sýnt fram á slíka hagsmuni að mati Landverndar, enda ekki verið kannað hvort t.d. jarðstrengir sem sneiða framhjá hrauninu gætu komið í staðinn. Allt að einu ætlar nú Landsnet að eyðileggja Leirhnjúkshraun, til að tengja Kröflu og Þeistareyki við Bakka, án þess að leita annarra leiða en að raska verndarsvæði.

Mikilvægt er að bjarga Leirhnjúkshrauni frá óafturkræfu raski og leita leiða sem vernda einstaka náttúru Mývatns- og Kröflusvæðisins. Um það snýst málaleitan Landverndar.

Bréfið til ráðherra má finna hér að neðan. Umfjöllun um Bakkalínumálin má lesa í ársskýrslu Landverndar

Erindi til rádherra vegna yfirvofandi röskunar Leirhnjúkshrauns 20.6.2017_beidni um fund_LOKA.pdf
Tögg
Leirhnjukur 2_Sed af Leirhnjuki_LA_5sept2016.jpg 

Vista sem PDF