Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð

Aðalfundur Landverndar, haldinn 13. apríl 2013, ályktaði um stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan auðlindaarð af olíuvinnslu Íslendinga:

"Aðalfundur Landverndar 2013 lýsir yfir óánægju með þá stefnu sem stjórnvöld hafa tekið í olíumálum en hvetur um leið fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi til að móta lög og reglur með þeim hætti að allur auðlindaarður af vinnslu jarðefnaeldsneytis verði varðveittur handa komandi kynslóðum.

Greinargerð
Nú þegar loftslag Jarðar tekur örum breytingum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að hefja leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í lögsögu Íslands. Á sama tíma vara vísindamenn við því að einungis megi brenna um fimmtungi af þekktum birgðum af olíu, gasi og kolum sem eftir eru í jarðlögum ef forða eigi mannkyninu frá alvarlegum afleiðingum öfgakenndrar loftslagshlýnunar.

Talið er að mannkynið geti tekist á við allt að 2°C hlýnun en með ærnum tilkostnaði og raski á samfélögum og náttúru. Til samanburðar er hlýnunin, sem nú þegar veldur þungum áhyggjum, 0,8°C. Alþjóðabankinn hefur varað við að loftslagið kunni að hitna um allt að 4°C til loka aldarinnar verði ekki dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eyðingu skóga. 

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu eykur á þennan fyrirsjáanlega loftslagsvanda og leggur þannig auknar byrðar á komandi kynslóðir. Það gengur þvert á fyrirheit um sjálfbæra þróun íslensks samfélags, en í þekktri skilgreiningu segir að þróun sé sjálfbær ef hún mætir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum.

Talsverðar líkur eru á að komandi kynslóðir standi frammi fyrir flóknum og miklum vanda vegna hlýnandi loftslags. Þannig ríkir mikil óvissa um aflabrögð og verðmæti sjávarfangs vegna breytinga á lífríki hafsins í kjölfar hlýnunar og súrnunar sjávar. Þegar tímabundinni aukningu vatnsorku vegna bráðnunar jökla lýkur þarf að draga úr orkunotkun eða finna nýja orkugjafa með tilheyrandi kostnaði. Aðlögun að hækkun sjávarborðs og veðurfarsbreytingum verður fjárhagslegur baggi. Loks er líklegt að hamfarir af völdum loftslagsbreytinga muni leiða til verðhækkana á lífsnauðsynjum um heim allan.

Ef til þess kemur að Íslendingar hefji olíuvinnslu þrátt fyrir áðurnefnd varnaðarorð vísindamanna er mikilvægt að arður sem kann að skapast af vinnslu jarðefnaeldsneytis falli í hlut komandi kynslóða. Það myndi auðvelda þeim að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem núlifandi Íslendingar eiga þátt í að valda með mikilli notkun jarðefnaeldsneytis og fyrirhugaðri olíuleit- og vinnslu."

Alyktun adalfundar Landverndar um kynslodasjod_Samthykkt
Tögg

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ábending um gæðastýringu sauðfjárræktar
28.8.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.7.2019

Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
9.7.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.6.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
17.6.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 mál S-74/2019
17.3.2019

1. áfangi orkustefnu. Umsögn Landverndar
17.3.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd
17.3.2019

Áskorun um friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu
14.2.2019

Nýtt framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar kært og krafist stöðvunar framkvæmda
27.3.2018

Virkjun vindorku á Íslandi. Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi.
23.2.2018

Fréttatilkynning: Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum
10.1.2018

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar
13.12.2016

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk
3.8.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets
9.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit
19.5.2016

Stöndum vörð um valddreifða stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs
18.5.2016

Lagabreytingar vegna sameininga á sviði skógræktar
18.5.2016

Brotið á almenningi og umhverfissamtökum
10.5.2016

Aðalfundur ályktar um friðlýsingar
2.5.2016

Jökulsárlón verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs
14.4.2016

Tillögur um ákvæði í stjórnarskrá
10.3.2016

Drög að breytingum á starfsreglum harðlega gagnrýndar
23.2.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga
8.2.2016

Landvernd kærir auglýsingar Norðuráls
30.12.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu
11.11.2015

Gefum engan afslátt af umhverfismati
5.10.2015

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun
29.9.2015

Ný stóriðja gerir lítið úr losunarmarkmiðum Íslands
29.9.2015

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar
28.9.2015

Ráðherra tryggi fjárveitingar til friðlýsinga í virkjana- og verndaráætlun
15.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu
30.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd
19.5.2015

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög
10.3.2015

Fimmtán samtök krefjast úrbóta fyrir Náttúrugripasafn
10.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi
30.11.2014

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar
27.11.2014

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins
13.10.2014

Útrýma beri hindrunum í framkvæmd Árósasamningsins
30.6.2014

Málþing um Árósasamninginn
21.5.2014

Gagnrýna flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk
19.3.2014

Gagnrýna eignarnámsleyfi iðnaðarráðherra
13.3.2014

Standa vörð um almannaréttinn
26.2.2014

Stjórnvöld hætti við vinnslu olíu og gass
22.1.2014

Telja tillögu ráðherra ekki samræmast lögum
15.1.2014

Ramsar tekur undir með Landvernd
13.1.2014

Breyting á endurskoðunarákvæði matsskýrslna?
25.11.2013

Landvernd mótmælir harðlega áformum um nýja Norðlingaölduveitu
13.11.2013

Afturköllun náttúruverndarlaga mótmælt harðlega
25.9.2013

Níu samtök hvetja til uppbyggingar Náttúruminjasafns
16.9.2013

Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi
13.9.2013

Fréttatilkynning vegna framkvæmda í Gálgahrauni
19.8.2013

Landvernd harmar upprekstur fjár á Almenninga
16.7.2013

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti
31.5.2013

Landvernd óskar skýringa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis
22.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun
15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi
15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt
15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi
15.4.2013

Nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun mótmælt
15.4.2013

Úrsögn Grindavíkur úr Reykjanesfólkvangi
15.4.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
23.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok
13.3.2013

Landvernd krefst stöðvunar framkvæmda við Bjarnarflag
12.3.2013

Ábendingar Landverndar vegna stjórnunarfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs
7.3.2013

Landvernd styður bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera
25.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum
12.2.2013

Stjórn Landverndar kallar á aðgerðir vegna síldardauða
5.2.2013

Umhverfisráðherrar arktískra svæða hvattir til aðgerða vegna "black carbon"
4.2.2013

Fresta ber fjárveitingu til Álftanesvegar eftir Gálgahrauni
27.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
29.9.2012

Umsögn um aðalnámskrá grunnskóla - náttúrufræðigreinar
9.9.2012

Athugasemdir við tillögur að nýjum landgræðslu- og skógræktarlögum
3.9.2012

Drög að matsskýrslu um vegagerð í Reykhólahreppi
14.8.2012

Aðalskipulag Langanesbyggðar (umsögn)
3.7.2012

Lagning raflína í jörð
18.6.2012

Brennisteinsmengun OR á Hellisheiði mótmælt
15.6.2012

Ályktun baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga
31.5.2012

Ályktun aðalfundar um þjóðgarð á miðhálendi Íslands
14.5.2012

Ályktun aðalfundar um sameiginlegt umhverfismat háspennulína
14.5.2012

Ályktun aðalfundar um rammaáætlun
14.5.2012

Ályktun aðalfundar um loftslagsmál
14.5.2012

Þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landsvæða
8.5.2012

Aðalskipulag Mýrdalshrepps
3.5.2012

Lagafrumvarp um lækkað eldsneytisverð
26.3.2012

Áskorun til OR og menntamálaráðherra vegna Náttúruminjasafns Íslands og sölu Perlunnar
29.2.2012

Iðnaðarráðherra banni áfram útgáfu rannsóknaleyfa
29.2.2012

Alþingi samþykki frumvarp um breytingar á lögum um upplýsingarétt
29.2.2012

Samgönguáætlun 2011-2022
29.2.2012

Umsögn um drög að aðalskipulagi Mýrdalshrepps
22.11.2011

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun
18.11.2011

Landvernd hvetur borgarstjórn - Bitra verði áfram í verndarflokki
8.11.2011

Umhverfismat samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022
5.11.2011

Ályktun vegna vegagerðar í Gufudalssveit
22.9.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls
28.6.2011

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs
3.6.2011

Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna rannsóknarleyfis í Grændal
2.6.2011

Ályktanir aðalfundar Landverndar
27.5.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár
17.2.2011

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum
19.8.2010

Landvernd harmar árásir á umhverfisráðherra
12.10.2009

Landvernd leggst gegn ágengri orkuvinnslu við Bitru og Ölkelduháls
6.10.2009

Umsagnir um þingmál
8.12.2008

Umsögn um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð.
15.10.2008

Fram fari heildstætt umhverfismat
15.10.2008

Umsögn Landverndar vegna virkjana á Ölkelduhálsi og við Hverahlíð
27.9.2006

Reykjanesskagi ,,Eldfjallagarður og fólkvangur“
24.8.2006

Hellisheiðarvirkjun ásættanlegur kostur
16.1.2004

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað
4.11.2003

Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum
25.8.2003

Óheft malarnám veldur óþarfa spjöllum
4.6.2003

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð

Aðalfundur Landverndar, haldinn 13. apríl 2013, ályktaði um stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan auðlindaarð af olíuvinnslu Íslendinga:

"Aðalfundur Landverndar 2013 lýsir yfir óánægju með þá stefnu sem stjórnvöld hafa tekið í olíumálum en hvetur um leið fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi til að móta lög og reglur með þeim hætti að allur auðlindaarður af vinnslu jarðefnaeldsneytis verði varðveittur handa komandi kynslóðum.

Greinargerð
Nú þegar loftslag Jarðar tekur örum breytingum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að hefja leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í lögsögu Íslands. Á sama tíma vara vísindamenn við því að einungis megi brenna um fimmtungi af þekktum birgðum af olíu, gasi og kolum sem eftir eru í jarðlögum ef forða eigi mannkyninu frá alvarlegum afleiðingum öfgakenndrar loftslagshlýnunar.

Talið er að mannkynið geti tekist á við allt að 2°C hlýnun en með ærnum tilkostnaði og raski á samfélögum og náttúru. Til samanburðar er hlýnunin, sem nú þegar veldur þungum áhyggjum, 0,8°C. Alþjóðabankinn hefur varað við að loftslagið kunni að hitna um allt að 4°C til loka aldarinnar verði ekki dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eyðingu skóga. 

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu eykur á þennan fyrirsjáanlega loftslagsvanda og leggur þannig auknar byrðar á komandi kynslóðir. Það gengur þvert á fyrirheit um sjálfbæra þróun íslensks samfélags, en í þekktri skilgreiningu segir að þróun sé sjálfbær ef hún mætir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum.

Talsverðar líkur eru á að komandi kynslóðir standi frammi fyrir flóknum og miklum vanda vegna hlýnandi loftslags. Þannig ríkir mikil óvissa um aflabrögð og verðmæti sjávarfangs vegna breytinga á lífríki hafsins í kjölfar hlýnunar og súrnunar sjávar. Þegar tímabundinni aukningu vatnsorku vegna bráðnunar jökla lýkur þarf að draga úr orkunotkun eða finna nýja orkugjafa með tilheyrandi kostnaði. Aðlögun að hækkun sjávarborðs og veðurfarsbreytingum verður fjárhagslegur baggi. Loks er líklegt að hamfarir af völdum loftslagsbreytinga muni leiða til verðhækkana á lífsnauðsynjum um heim allan.

Ef til þess kemur að Íslendingar hefji olíuvinnslu þrátt fyrir áðurnefnd varnaðarorð vísindamanna er mikilvægt að arður sem kann að skapast af vinnslu jarðefnaeldsneytis falli í hlut komandi kynslóða. Það myndi auðvelda þeim að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem núlifandi Íslendingar eiga þátt í að valda með mikilli notkun jarðefnaeldsneytis og fyrirhugaðri olíuleit- og vinnslu."

Alyktun adalfundar Landverndar um kynslodasjod_Samthykkt
Tögg

Vista sem PDF