Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Teigskógur - Athugasemdir Landverndar við aðalskipulagstillögu í Reykhólahreppi

Landvernd    26.8.2019
Landvernd
Margrét Hugadóttir     Teigskógur

Stjórn Landverndar sendir Sveitastjórn Reykhólahrepps athugasemdir við „Tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi að Skálanesi“, hér eftir kallað „tillagan“. Stjórn Landverndar kýs að byrja á nokkrum myndum úr Teigsskógi en vísar jafnframt í grein í ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2018 „Teigskógur og ströndin við Þorskafjörð“ sem sem verndargildi svæðisins er vel lýst af fræðimönnum:

Kuðungur í lyngmóa. Teigskógur

Kuðungur í lyngmóa

Þari á birkitré við fjörugrjót. Teigskógur

Þari á birkitré við fjörugrjót.

Reynitré og Birki, glittir í hafið. Teigskógur

Reynitré og Birki, glittir í hafið

 

Stjórn Landverndar hefur um langt árabil  sent frá sér athugasemdir og ábendingar við framkvæmdir við Vestfjarðaveg og hugmyndir vegagerðarinnar um veglagningu á svæðum sem njóta verndar.  Þar, sem og í umhverfismatsskýrslum hefur komið fram að langbesti kosturinn fyrir umferðaröryggi, greiðar samgöngur og náttúruvernd er leið D2, jarðgangnaleið.  Landvernd minnir á að um er að ræða einstakt svæði sem um gilda sérlög  (54/1993) ásamt sérstakri vernd skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.  Vegagerðinni og sveitafélaginu ber því að velja þá leið sem þjónar markmiðum framkvæmdarinnar um greiðar samgöngur á suðurfjörðum Vestfjarða en hefur í för með sér minnst rask.  Sá er tilgangur valkostagreiningar. 

Varanlegust og sjálfbærustu vegabætur á Vestfjörðum eru með jarðgagnagerð. Aðalfundur Landverndar árið 2007 samþykkti ályktun þess efnis að samgöngubætur á Vestfjörðum verði í ríkar mæli framkvæmdar með jarðgangnagerð. Í tillögunni var vísað til jarðgagna undir Hjallaháls, Ódrjúgsháls og Skálanesfjall. Jafnt fram var lagt til að jarðgöng yrðu lögð undir Klettsháls, sem er helsti farartálminn á þessu svæði og ekki hefur verið skýrt hvers vegna það sé ekki fyrsta forgangsmál að bæta úr því.  

Vissulega eru jarðgöng kostnaðarsöm framkvæmd. En þau munu koma til með að þjón mörgum kynslóðum í framtíðinni og bæta öll lífsskilyrði til langs tíma. Stjórn Landverndar vill því árétta að þessi grundvallarafstaða samtakanna til vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum hefur ekki breyst.

 

Hlutverk sveitafélaga

Sveitarfélögum hefur verið falið ráðandi hlutverk í verndun náttúru og umhverfis innan marka þeirra. Skipulagsvaldið sem þeim er tryggt í lögum setur þeim líka á herðar ábyrgð á því að náttúruverndarlögum sé fylgt við framkvæmdir innan lögssögu þess.  Það er sveitastjórn sem skipuleggur landnýtingu á skipulagssvæði þess og það er sveitastjórn sem gefur út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum sem eru leyfisskyldar vegna umhverfisáhrifa.  Sveitastjórn Reykhólahrepps gegnir hér  afar mikilvægu hlutverki á landsvísu þar sem innan marka þess er mikið af vistgerðum sem njóta sérstakrar verndar og hafa mikið gildi fyrir landið allt.  Um einstaka náttúru Breiðafjarðar gilda sérstök lög[1].

Mikilvægasta hlutverk sveitarfélaga  er að efla og vernda byggðina og gæta þess að byggðin dafni og byggðaþróun sé jákvæð.  Það er mikil ábyrgð sem sveitastjórnir bera að gæta þess að byggð haldist með reglulegu millibili um landið og sérstaklega mikil ábyrgð sem hvílir á herðum sveitastjórnar Reykhólahrepps þar sem þéttbýliskjarninn að Reykhólum er sá eini á löngum kafla.  Til að mannlíf í hreppnum dafni er mikilvægt að halda í þennan kjarna og efla hann.  Vegur sem liggur um þéttbýlis kjarnann gefur möguleika á ýmissi atvinnustarfssemi, verslun og ferðaþjónustu sem er örðugri þegar um botnlanga inn í þorpið er að ræða.  Nýleg skýrsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sýnir að friðlýsingar og náttúruvernd eru jákvæður kostur fyrir sveitafélög[2].  Taka þarf tillit til þess þegar ákvarðanir um veglagningu um mikilvæg svæði sem njóta sérstakrar verndar eru teknar.

 

Sveitastjórnir þurfa líka að tryggja stöðugan fjárhag sveitafélagsins og hótanir vegagerðarinnar um að Reykhólahreppur þurfi að greiða fyrir þann mismun sem aðrar leiðir en sú ódýrasta (ÞH leið) kosta eru  bæði alvarlegar og óásættanlegar[3].  Reykhólahreppur getur augljóslega ekki reitt fram hundruði milljóna króna í vegagerð sem ríkinu ber að kosta skv. lögum.  Ef ætíð á að velja á ódýrasta vegakostinn óháð umhverfiskostnaði þá er tilgangur kostamats og umverfismats lítill.

Stjórn Landverndar bendir á að á þessu einstaka svæði sem nýtur verndar skv. lögum 60/2013 og 54/1995 kemur ekki annað til greina en leið D2 sem veldur minnstu umhverfisraski.  Sýnt hefur verið fram á að tímalínur og kostnaður fyrir R og ÞH leiðirnar eru sambærilegar (sjá m.a. skýrslu Viaplan).  Sveitarfélaginu ber því að velja þá leið í skipulagi sínu sem hefur minnst neikvæð áhrif á umhverfið og mest jákvæð áhrif á þróun samfélagsins þar sem aðrir ráðandi þættir eru jafnir. Leið ÞH sem vegagerðin vill fara veldur mjög miklu raski á náttúruminjum sem njóta verndar og eru því í raun lakast valkosturinn af  þeim sem kannaðir hafa verið.

Faglegir ferlar og valddreifing

Stjórn Landverndar tekur undir með því sem segir á bls. 28 í aðalskipulagsbreytingartillögunnar (feitletrun Landverndar).

“Eins og fram kemur í inngangi umhverfisskýrslu vakna spurningar um samhengi umhverfismats fyrir þessa aðalskipulagsbreytingu við þá stjórnsýsluferla sem hún er hluti af. Áætlunin gerir ráð fyrir að farin sé leið Þ-H, sem mestu umhverfisáhrifin hefur, þrátt fyrir að umhverfismatið gefi tilefni til annars.

Það er erfitt að sjá hver tilgangur faglegra ferla við áætlanagerð, mat á umhverfisáhrifum og valddreifingu milli ríkis og sveitarfélaga er, ef hafa á þessa ferla að engu og ríkisstofnun beitir sér af hörku gagnvart sveitastjórnum til að fá þær til að taka órökréttar ákvarðanir þvert á niðurstöðu faglegra ferla.

Þverun

Þverun fjarða virðist vera valkostur sem Vegagerðin oft velur, en því miður með slælegum árangri.  Þverun Berufjarðar er rétt ný lokið  með miklum viðbótarkostnaði og hugsanlega er ekki séð fyrir endann á vandræðunum við þá veglagningu. Þverun Kolgrafarfjarðar fóru illa með lífríki fjarðarins en mörg tonn af síld drápust í firðinum vegna súrefnisþurrðar.  Gilsfjörður er annað dæmi um neikvæð áhrif þverunar á lífríkið. Vegagerðin þarf því greinilega að kynna sér betur brúargerð og leita uppi nútímalega tækni við þverun fjarða en ekki endurtaka sömu mistökin.  Með leið D2 er komist hjá þverun fjarða. Skýrsla Multikonsult bendir á áhugaverða kosti í brúarsmíð sem ekki fara eins illa með lífríki á sjávarbotni og við ströndina eins og langar landfyllingar með mjög litlu brúaropi.  Á bls. 19 og 20 í tillögunni er fjallað um þverun þriggja fjarða með aðferð vegagerðarinnar sem eru hluti af leið ÞH sem mun að öllum líkindum hafa mikil neikvæð áhrif á grunnsævi, eðli sjávarstrauma og  lífríki fjarðanna.

Samgönguáætlun og Landsskipulag

Í kafla 4 í tillögunni er fjallað um samræmi við aðrar áætlanir. Endurbætur á Vestfjarðavegi uppfylla mörg markmiðanna og er því um að ræða þarfa framkvæmd.  Þó er munur á mismunandi leiðum.  Í skýrslu Viaplan[4] er rætt um markmið samgönguáætlunar og hversu vel leiðirnar sem eru til umfjöllunar falla að þeim en þar kemur fram að R leiðin fellur best að markmiðum samgönguáætlunar og ÞH leiðin næstverst eins og sést á bls. 17 í tillögunni.

Mótvægisaðgerðir

Birkiskógurinn í Teigsskógi er einstök perla.  Mótvægisaðgerðir með skógrækt annars staðar eru fráleitar réttlætingar.  Teigsskógur sýnir okkur fágætt samspil náttúrlegs skógar og fjörunnar fyrir neðan þar sem þessar tvær vernduðu vistgerðir spila saman.  Að flakka með vegstæðið úr skóginum og niður í fjöruna er lítil bót.  Svo mikilvægar náttúruminjar eins og Teigsskógur verða ekki endurheimtar með skógrækt annars staðar eins og lagt er fram á bls. 20, enda er viðurkennt í tillögunni á bls. 30 að skaðinn sem veglagning um Teigsskóg veldur er óbætanlegur:

Þótt gripið verði til mótvægisaðgerða, verður ekki hægt að bæta fyrir sjávarfitjar, sérstæðan birkigróður og votlendi yfir 2 ha að stærð sem falla undir 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.”

Sveitastjórn er jafnframt bent á umfjöllun um Teigsskóg á bls. 24 og 25 í nýjustu ársskýrslu Landverndar[5].

Fjármögnun

Á bls. 34 í tillögunni er rætt um fjármögnun leiða og að fjármögnun á ÞH leið liggi fyrir en ekki á öðrum leiðum.  Vegna þess hve brýnar framkvæmdirnar eru geti þær ekki beðið eftir skoðun á fjármögnun annarra leiða.  Tafir á endurbótum Vestfjarðavegar skrifast algjörlega á Vegagerðina sem hún virðist ekki vilja fara eftir niðurstöðu umhverfismats um að umhverfiskostnaður við ÞH leiðina sé of mikill, heldur ætlar með öllum ráðum að fara þá leið.  Vilji sveitastjórnar Reykhólahrepps virðist ekki skipta hér máli.

 Þá kemur fram skýrslum Multikonsult og Viaplan að áætlaður kostnaður við R leiðina er eingöngu 5-10% hærri en við leið ÞH sem telja verður innan skekkjumarka á áætlunum sem geta farið tugprósenta fram úr áætlun. Þá er spurning hvort rökrétt sé að leið þar sem leggja þarf nýjan veg að mestu um verndarsvæði (ÞH leið) geti raunverulega kostað hið sama og leið sem liggur að mestu um vegstæði sem fyrir er á röskuðu landi (R – leið).  Fjárhagslegar ástæður virðast því ekki einu sinni geta réttlætt val á ÞH leið umfram aðrar.

Rétt er að minna á að leið Vegagerðarinnar ÞH liggur nær eingöngu innan svæða sem njóta verndar. Sveitastjórn Reykhólahrepps virðist telja að tafir sem mögulega verða með því að leita fjármagns til að fara leið sem umhverfismat skipulagsáætlunar sýnir að felur í sér mun minna rask séu það óþolandi að ekki sé hægt annað en að eyðileggja landslagsheildina sem samspil fjöru og náttúrulegs skógar myndar í Teigsskógi og brjóta þannig náttúrverndarlög og lög um vernd Breiðafjarðar.

Lokaorð

Sveitastjórn Reykhólahrepps er ekki öfundsverð af hlutverki sínu.  Nágrannar þeirra í vestri þrýsta mjög á að farið verði í gegnum Teigsskóg með Vestfjarðaveg af ástæðum sem Landvernd eru ókunnar og Vegagerðin beitir ósanngjörnum þvingunum til þess að knýja sveitstjórnina til hlýðni án þess að leggja fram fagleg rök fyrir vali sínu á vegstæði.  Sveitastjórnin verður samt að virða lögbundið hlutverk sitt í því að efla samfélagið og vernda náttúru innan lögsögu þess.  Þrýstingur nágranna og þvinganir Vegagerðarinnar eiga ekki að geta fengið sveitastjórnina til að bregðast skyldum sínum gagnvart íbúum þess á þann hátt sem sveitastjórn leggur nú til með þessari aðalskipulagsbreytingu.

Landvernd hvetur sveitastjórn Reykhólahrepps til þess að halda áfram á þeirri braut sem hún var á þegar hún lét Multikonsult og síðar Viaplan skoða alla þá kosti sem tækir eru til þess að bæta vegasamgöngur í sveitafélaginu og þar með á sunnanverðum Vestfjörðum.  Niðurstaða úr þeirri skoðun er skýr: ÞH leiðin hefur lítil áhrif á samfélag innan Reykhólahrepps en gífurlega neikvæð áhrif á einstaka náttúru hreppsins á meðan D2 leiðin hefur minnst rask á verðmætum náttúruminjum í för með sér. Stjórn Landverndar telur tvímælalaust að halda eigi áfram með leið D2 í samræmi við niðurstöðu umhverfismats. Þá hefur R leiðin jákvæð áhrif á samfélagið og mun minni neikvæð umhverfisáhrif en ÞH leiðin skv. skýrslu Viaplan. Þá segir á bls. 28 í tillögunni

“…má draga þá ályktun að leið Þ-H hafi neikvæðustu umhverfisáhrifin í för með sér, þrátt fyrir að tekist hafi að draga úr áhrifum með breyttri legu, útfærslu brúa og skilgreindum mótvægisaðgerðum.”

Það er því ljóst hvað hið rétta í stöðunni fyrir Reykhólahrepp er.  Spurningin er bara hvort sveitastjórnin ætlar að gera það sem er rétt eða láta þvinga sig til þess að breyta rangt gagnvart íbúum og náttúru innan marka sveitafélagsins.

 

 

Virðingafyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir

 

[3] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/22/hafi_saett_ofbeldi_ofsa_og_yfirgangi/

[4] Lilja G. Karlsdóttir (2019) Vestfjarðavegur um ReykhólahreppValkostagreining. Útg:Viaplan

Sækja umsögn

Tögg
Teigskogur.jpg 

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
17.1.2020

Umsögn um samgönguáætlun 2020-2024
14.1.2020

Landvernd styður heilshugar við friðlýsingu Dranga
3.9.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.7.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.6.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
17.6.2019

Umsögn um breytingar á lögum um úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála
22.5.2019

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
10.5.2019

Umsögn um um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
29.4.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 mál S-74/2019
17.3.2019

1. áfangi orkustefnu. Umsögn Landverndar
17.3.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd
17.3.2019

Umsögn um Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Mál nr. S-36/2019
14.2.2019

Umsögn um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
5.12.2018

allamalla
17.5.2018

Umsögn um frummatsskýrslu um Hverfisfljótsvirkjun
2.11.2017

Hagfræðideild HÍ reiknar væntar tekjur Hvalárvirkjunar
6.10.2017

Umsögn um friðland í Þjórsárverum
4.10.2017

Orkunýtingarflokkur orðinn alltof stór
6.4.2017

Tillögur um ákvæði í stjórnarskrá
10.3.2016

Tímalína og gögn vegna breytinga á starfsreglum rammaáætlunar
25.2.2016

Drög að breytingum á starfsreglum harðlega gagnrýndar
23.2.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga
8.2.2016

Gefum engan afslátt af umhverfismati
5.10.2015

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög
10.3.2015

Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúrupassa
17.3.2014

Umsögn um auglýsingu um tillögu að friðlýsingu Hólahóla og Hóladals í Öxnadal
7.3.2014

Umsögn um þingsályktunartillögu um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra
21.2.2014

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
23.1.2014

Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd
13.12.2013

Umsögn um drög að reglugerð um virkjunarkosti í verndar-og orkunýtingaráætlun
11.12.2013

Umsögn um skýrslu ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu
6.12.2013

Umsögn við tillögu til þingsályktunar um uppbyggða vegi um hálendið
5.12.2013

Umsögn við drög að skýrslu Ramsarskrifstofunnar um áhrif Bjarnarflagsvirkjunar
1.11.2013

Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi
13.9.2013

Hálendið - hjarta landsins
11.9.2013

Athugasemdir við drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði á Íslandi
7.6.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Umsögn um tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um flokkun virkjunarhugmynda
19.3.2013

Athugasemdir við tillögu Landsnets hf. að matsáætlun vegna Kröflulínu 3
15.3.2013

Stjórnunarfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs (skriflegt álit)
4.3.2013

Landvernd styður bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera
25.2.2013

Tillögur varðandi stefnumótun nefndar um raflínur í jörð
11.2.2013

Umsögn um frumvarp til laga um ný náttúruverndarlög
8.2.2013

Tillaga HS-Orku að matsáætlun rannsóknaborhola í Eldvörpum (umsögn)
4.2.2013

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum (umsögn)
19.12.2012

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
29.9.2012

Umsögn við drög að frumvarpi til laga um náttúruvernd
25.9.2012

Umsögn um aðalnámskrá grunnskóla - náttúrufræðigreinar
9.9.2012

Umsögn við tillögur að nýjum lögum um skógrækt og nýjum lögum um landgræðslu
29.8.2012

Athugasemdir Landverndar vegna draga að tillögu að matsáætlun Vestfjarðavegar
13.8.2012

Áherslur Landverndar vegna stefnumótunar um lagningu raflína í jörð
14.6.2012

Umsögn við tillögu að þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
7.5.2012

Umsögn um frummatsskýrslu Blöndulínu 3
3.5.2012

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, aukin matsskylda o.fl.)
5.4.2012

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs
16.3.2012

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2012
29.2.2012

Umsögn um lög um varnir gegn mengun hafs og stranda
28.2.2012

Umsögn um drög að lögum um loftslagsmál
20.2.2012

Umsögn um deiliskipulag um Þeistareyki
30.1.2012

Umsögn um hvítbók
15.12.2011

Drög að skipulagsreglugerð
1.12.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun þjóðgarðs við Breiðafjörð
30.11.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
30.11.2011

Breytingar á refsiákvæðum náttúruverndarlaga
28.11.2011

Frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál
24.11.2011

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun
18.11.2011

Umsögn um drög að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024
17.11.2011

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi
11.11.2011

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum
9.11.2011

Umsögn um umhverfismat samgönguáætlunar 2011-2022
4.11.2011

Teigskógur - Athugasemdir Landverndar við aðalskipulagstillögu í Reykhólahreppi

Landvernd    26.8.2019
Landvernd
Margrét Hugadóttir     Teigskógur

Stjórn Landverndar sendir Sveitastjórn Reykhólahrepps athugasemdir við „Tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi að Skálanesi“, hér eftir kallað „tillagan“. Stjórn Landverndar kýs að byrja á nokkrum myndum úr Teigsskógi en vísar jafnframt í grein í ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2018 „Teigskógur og ströndin við Þorskafjörð“ sem sem verndargildi svæðisins er vel lýst af fræðimönnum:

Kuðungur í lyngmóa. Teigskógur

Kuðungur í lyngmóa

Þari á birkitré við fjörugrjót. Teigskógur

Þari á birkitré við fjörugrjót.

Reynitré og Birki, glittir í hafið. Teigskógur

Reynitré og Birki, glittir í hafið

 

Stjórn Landverndar hefur um langt árabil  sent frá sér athugasemdir og ábendingar við framkvæmdir við Vestfjarðaveg og hugmyndir vegagerðarinnar um veglagningu á svæðum sem njóta verndar.  Þar, sem og í umhverfismatsskýrslum hefur komið fram að langbesti kosturinn fyrir umferðaröryggi, greiðar samgöngur og náttúruvernd er leið D2, jarðgangnaleið.  Landvernd minnir á að um er að ræða einstakt svæði sem um gilda sérlög  (54/1993) ásamt sérstakri vernd skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.  Vegagerðinni og sveitafélaginu ber því að velja þá leið sem þjónar markmiðum framkvæmdarinnar um greiðar samgöngur á suðurfjörðum Vestfjarða en hefur í för með sér minnst rask.  Sá er tilgangur valkostagreiningar. 

Varanlegust og sjálfbærustu vegabætur á Vestfjörðum eru með jarðgagnagerð. Aðalfundur Landverndar árið 2007 samþykkti ályktun þess efnis að samgöngubætur á Vestfjörðum verði í ríkar mæli framkvæmdar með jarðgangnagerð. Í tillögunni var vísað til jarðgagna undir Hjallaháls, Ódrjúgsháls og Skálanesfjall. Jafnt fram var lagt til að jarðgöng yrðu lögð undir Klettsháls, sem er helsti farartálminn á þessu svæði og ekki hefur verið skýrt hvers vegna það sé ekki fyrsta forgangsmál að bæta úr því.  

Vissulega eru jarðgöng kostnaðarsöm framkvæmd. En þau munu koma til með að þjón mörgum kynslóðum í framtíðinni og bæta öll lífsskilyrði til langs tíma. Stjórn Landverndar vill því árétta að þessi grundvallarafstaða samtakanna til vegabóta á sunnanverðum Vestfjörðum hefur ekki breyst.

 

Hlutverk sveitafélaga

Sveitarfélögum hefur verið falið ráðandi hlutverk í verndun náttúru og umhverfis innan marka þeirra. Skipulagsvaldið sem þeim er tryggt í lögum setur þeim líka á herðar ábyrgð á því að náttúruverndarlögum sé fylgt við framkvæmdir innan lögssögu þess.  Það er sveitastjórn sem skipuleggur landnýtingu á skipulagssvæði þess og það er sveitastjórn sem gefur út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum sem eru leyfisskyldar vegna umhverfisáhrifa.  Sveitastjórn Reykhólahrepps gegnir hér  afar mikilvægu hlutverki á landsvísu þar sem innan marka þess er mikið af vistgerðum sem njóta sérstakrar verndar og hafa mikið gildi fyrir landið allt.  Um einstaka náttúru Breiðafjarðar gilda sérstök lög[1].

Mikilvægasta hlutverk sveitarfélaga  er að efla og vernda byggðina og gæta þess að byggðin dafni og byggðaþróun sé jákvæð.  Það er mikil ábyrgð sem sveitastjórnir bera að gæta þess að byggð haldist með reglulegu millibili um landið og sérstaklega mikil ábyrgð sem hvílir á herðum sveitastjórnar Reykhólahrepps þar sem þéttbýliskjarninn að Reykhólum er sá eini á löngum kafla.  Til að mannlíf í hreppnum dafni er mikilvægt að halda í þennan kjarna og efla hann.  Vegur sem liggur um þéttbýlis kjarnann gefur möguleika á ýmissi atvinnustarfssemi, verslun og ferðaþjónustu sem er örðugri þegar um botnlanga inn í þorpið er að ræða.  Nýleg skýrsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sýnir að friðlýsingar og náttúruvernd eru jákvæður kostur fyrir sveitafélög[2].  Taka þarf tillit til þess þegar ákvarðanir um veglagningu um mikilvæg svæði sem njóta sérstakrar verndar eru teknar.

 

Sveitastjórnir þurfa líka að tryggja stöðugan fjárhag sveitafélagsins og hótanir vegagerðarinnar um að Reykhólahreppur þurfi að greiða fyrir þann mismun sem aðrar leiðir en sú ódýrasta (ÞH leið) kosta eru  bæði alvarlegar og óásættanlegar[3].  Reykhólahreppur getur augljóslega ekki reitt fram hundruði milljóna króna í vegagerð sem ríkinu ber að kosta skv. lögum.  Ef ætíð á að velja á ódýrasta vegakostinn óháð umhverfiskostnaði þá er tilgangur kostamats og umverfismats lítill.

Stjórn Landverndar bendir á að á þessu einstaka svæði sem nýtur verndar skv. lögum 60/2013 og 54/1995 kemur ekki annað til greina en leið D2 sem veldur minnstu umhverfisraski.  Sýnt hefur verið fram á að tímalínur og kostnaður fyrir R og ÞH leiðirnar eru sambærilegar (sjá m.a. skýrslu Viaplan).  Sveitarfélaginu ber því að velja þá leið í skipulagi sínu sem hefur minnst neikvæð áhrif á umhverfið og mest jákvæð áhrif á þróun samfélagsins þar sem aðrir ráðandi þættir eru jafnir. Leið ÞH sem vegagerðin vill fara veldur mjög miklu raski á náttúruminjum sem njóta verndar og eru því í raun lakast valkosturinn af  þeim sem kannaðir hafa verið.

Faglegir ferlar og valddreifing

Stjórn Landverndar tekur undir með því sem segir á bls. 28 í aðalskipulagsbreytingartillögunnar (feitletrun Landverndar).

“Eins og fram kemur í inngangi umhverfisskýrslu vakna spurningar um samhengi umhverfismats fyrir þessa aðalskipulagsbreytingu við þá stjórnsýsluferla sem hún er hluti af. Áætlunin gerir ráð fyrir að farin sé leið Þ-H, sem mestu umhverfisáhrifin hefur, þrátt fyrir að umhverfismatið gefi tilefni til annars.

Það er erfitt að sjá hver tilgangur faglegra ferla við áætlanagerð, mat á umhverfisáhrifum og valddreifingu milli ríkis og sveitarfélaga er, ef hafa á þessa ferla að engu og ríkisstofnun beitir sér af hörku gagnvart sveitastjórnum til að fá þær til að taka órökréttar ákvarðanir þvert á niðurstöðu faglegra ferla.

Þverun

Þverun fjarða virðist vera valkostur sem Vegagerðin oft velur, en því miður með slælegum árangri.  Þverun Berufjarðar er rétt ný lokið  með miklum viðbótarkostnaði og hugsanlega er ekki séð fyrir endann á vandræðunum við þá veglagningu. Þverun Kolgrafarfjarðar fóru illa með lífríki fjarðarins en mörg tonn af síld drápust í firðinum vegna súrefnisþurrðar.  Gilsfjörður er annað dæmi um neikvæð áhrif þverunar á lífríkið. Vegagerðin þarf því greinilega að kynna sér betur brúargerð og leita uppi nútímalega tækni við þverun fjarða en ekki endurtaka sömu mistökin.  Með leið D2 er komist hjá þverun fjarða. Skýrsla Multikonsult bendir á áhugaverða kosti í brúarsmíð sem ekki fara eins illa með lífríki á sjávarbotni og við ströndina eins og langar landfyllingar með mjög litlu brúaropi.  Á bls. 19 og 20 í tillögunni er fjallað um þverun þriggja fjarða með aðferð vegagerðarinnar sem eru hluti af leið ÞH sem mun að öllum líkindum hafa mikil neikvæð áhrif á grunnsævi, eðli sjávarstrauma og  lífríki fjarðanna.

Samgönguáætlun og Landsskipulag

Í kafla 4 í tillögunni er fjallað um samræmi við aðrar áætlanir. Endurbætur á Vestfjarðavegi uppfylla mörg markmiðanna og er því um að ræða þarfa framkvæmd.  Þó er munur á mismunandi leiðum.  Í skýrslu Viaplan[4] er rætt um markmið samgönguáætlunar og hversu vel leiðirnar sem eru til umfjöllunar falla að þeim en þar kemur fram að R leiðin fellur best að markmiðum samgönguáætlunar og ÞH leiðin næstverst eins og sést á bls. 17 í tillögunni.

Mótvægisaðgerðir

Birkiskógurinn í Teigsskógi er einstök perla.  Mótvægisaðgerðir með skógrækt annars staðar eru fráleitar réttlætingar.  Teigsskógur sýnir okkur fágætt samspil náttúrlegs skógar og fjörunnar fyrir neðan þar sem þessar tvær vernduðu vistgerðir spila saman.  Að flakka með vegstæðið úr skóginum og niður í fjöruna er lítil bót.  Svo mikilvægar náttúruminjar eins og Teigsskógur verða ekki endurheimtar með skógrækt annars staðar eins og lagt er fram á bls. 20, enda er viðurkennt í tillögunni á bls. 30 að skaðinn sem veglagning um Teigsskóg veldur er óbætanlegur:

Þótt gripið verði til mótvægisaðgerða, verður ekki hægt að bæta fyrir sjávarfitjar, sérstæðan birkigróður og votlendi yfir 2 ha að stærð sem falla undir 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.”

Sveitastjórn er jafnframt bent á umfjöllun um Teigsskóg á bls. 24 og 25 í nýjustu ársskýrslu Landverndar[5].

Fjármögnun

Á bls. 34 í tillögunni er rætt um fjármögnun leiða og að fjármögnun á ÞH leið liggi fyrir en ekki á öðrum leiðum.  Vegna þess hve brýnar framkvæmdirnar eru geti þær ekki beðið eftir skoðun á fjármögnun annarra leiða.  Tafir á endurbótum Vestfjarðavegar skrifast algjörlega á Vegagerðina sem hún virðist ekki vilja fara eftir niðurstöðu umhverfismats um að umhverfiskostnaður við ÞH leiðina sé of mikill, heldur ætlar með öllum ráðum að fara þá leið.  Vilji sveitastjórnar Reykhólahrepps virðist ekki skipta hér máli.

 Þá kemur fram skýrslum Multikonsult og Viaplan að áætlaður kostnaður við R leiðina er eingöngu 5-10% hærri en við leið ÞH sem telja verður innan skekkjumarka á áætlunum sem geta farið tugprósenta fram úr áætlun. Þá er spurning hvort rökrétt sé að leið þar sem leggja þarf nýjan veg að mestu um verndarsvæði (ÞH leið) geti raunverulega kostað hið sama og leið sem liggur að mestu um vegstæði sem fyrir er á röskuðu landi (R – leið).  Fjárhagslegar ástæður virðast því ekki einu sinni geta réttlætt val á ÞH leið umfram aðrar.

Rétt er að minna á að leið Vegagerðarinnar ÞH liggur nær eingöngu innan svæða sem njóta verndar. Sveitastjórn Reykhólahrepps virðist telja að tafir sem mögulega verða með því að leita fjármagns til að fara leið sem umhverfismat skipulagsáætlunar sýnir að felur í sér mun minna rask séu það óþolandi að ekki sé hægt annað en að eyðileggja landslagsheildina sem samspil fjöru og náttúrulegs skógar myndar í Teigsskógi og brjóta þannig náttúrverndarlög og lög um vernd Breiðafjarðar.

Lokaorð

Sveitastjórn Reykhólahrepps er ekki öfundsverð af hlutverki sínu.  Nágrannar þeirra í vestri þrýsta mjög á að farið verði í gegnum Teigsskóg með Vestfjarðaveg af ástæðum sem Landvernd eru ókunnar og Vegagerðin beitir ósanngjörnum þvingunum til þess að knýja sveitstjórnina til hlýðni án þess að leggja fram fagleg rök fyrir vali sínu á vegstæði.  Sveitastjórnin verður samt að virða lögbundið hlutverk sitt í því að efla samfélagið og vernda náttúru innan lögsögu þess.  Þrýstingur nágranna og þvinganir Vegagerðarinnar eiga ekki að geta fengið sveitastjórnina til að bregðast skyldum sínum gagnvart íbúum þess á þann hátt sem sveitastjórn leggur nú til með þessari aðalskipulagsbreytingu.

Landvernd hvetur sveitastjórn Reykhólahrepps til þess að halda áfram á þeirri braut sem hún var á þegar hún lét Multikonsult og síðar Viaplan skoða alla þá kosti sem tækir eru til þess að bæta vegasamgöngur í sveitafélaginu og þar með á sunnanverðum Vestfjörðum.  Niðurstaða úr þeirri skoðun er skýr: ÞH leiðin hefur lítil áhrif á samfélag innan Reykhólahrepps en gífurlega neikvæð áhrif á einstaka náttúru hreppsins á meðan D2 leiðin hefur minnst rask á verðmætum náttúruminjum í för með sér. Stjórn Landverndar telur tvímælalaust að halda eigi áfram með leið D2 í samræmi við niðurstöðu umhverfismats. Þá hefur R leiðin jákvæð áhrif á samfélagið og mun minni neikvæð umhverfisáhrif en ÞH leiðin skv. skýrslu Viaplan. Þá segir á bls. 28 í tillögunni

“…má draga þá ályktun að leið Þ-H hafi neikvæðustu umhverfisáhrifin í för með sér, þrátt fyrir að tekist hafi að draga úr áhrifum með breyttri legu, útfærslu brúa og skilgreindum mótvægisaðgerðum.”

Það er því ljóst hvað hið rétta í stöðunni fyrir Reykhólahrepp er.  Spurningin er bara hvort sveitastjórnin ætlar að gera það sem er rétt eða láta þvinga sig til þess að breyta rangt gagnvart íbúum og náttúru innan marka sveitafélagsins.

 

 

Virðingafyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir

 

[3] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/22/hafi_saett_ofbeldi_ofsa_og_yfirgangi/

[4] Lilja G. Karlsdóttir (2019) Vestfjarðavegur um ReykhólahreppValkostagreining. Útg:Viaplan

Sækja umsögn

Tögg
Teigskogur.jpg 

Vista sem PDF