Ályktanir

Aðalfundur Landverndar sem haldinn er árlega sendir frá sér nokkrar ályktanir. Oftast beinast þær að stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Milli aðalfunda sendir stjórn samtakanna frá sér ályktanir og fréttatilkynningar um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Telja tillögu ráðherra ekki samræmast lögum

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Vinir Þjórsárvera lögðu eftirfarandi minnisblað fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Minnisblaðið hefur að geyma afstöðu samtakanna gagnvart tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingar á stækkun friðlandsins í Þjórsárverum:

 

,,Minnisblað til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna Norðlingaölduveitu

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Vinir Þjórsárvera telja að tillaga sú að friðlandsmörkum í Þjórsárverum, sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið sendi sveitarstjórnum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps þann 27. desember 2013, samræmist hvorki lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 né afmörkun svæða samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða byggði á og flokkaði Norðlingaölduveitu í verndarflokk áætlunarinnar. Þá gengur tillaga ráðuneytisins beinlínis gegn rökstuðningi í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var 14. janúar 2013 og einnig gegn tveimur síðustu náttúruverndaráætlunum. Nánar er gerð grein fyrir rökstuðningi hér að neðan.  

1. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laga nr. 48/2011, ber ráðherra, þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlun, að hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar. Núgildandi áætlun var samþykkt 14. janúar 2013 og var Norðlingaölduveita flokkuð í verndarflokk. Tillaga ráðherra að mörkum friðlands fylgir hinsvegar ekki þeim skilgreiningum á því landsvæði sem Norðlingaölduveita yrði á og lagt var til grundvallar því að sú virkjunarhugmynd féll í verndarflokk ofangreindrar áætlunar, og ber því að friðlýsa.

2. Í VI. kafla almennra athugasemda í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að „[v]irkjunarsvæði í vatnsafli miðist almennt við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar“. Jafnframt segir um afmörkun svæða í kafla 3.2.1. í niðurstöðum 2. áfanga rammaáætlunar (júní 2011) að „[s]væði sem til greina koma vegna vatnsaflsvirkjana voru afmörkuð þannig að miðað var við vatnasvið ofan fyrirhugaðra stíflumannvirkja en þar fyrir neðan var aðeins tekinn meginfarvegurinn og næsta nágrenni hans (100-500 m út frá miðlínu eftir aðstæðum)“. Samkvæmt ofangreindu samrýmist tillaga ráðherra, hvað varðar mörk friðlandsins í suðri, ekki skilgreiningum löggjafans.

3. Í athugasemdum við þingsályktunartillögu um verndar- og orkunýtingaráætlun (þskj. 1165 – 727. mál, 140. löggj.þ., 2011-2012; kafli 5.1) kemur eftirfarandi fram í rökstuðningi fyrir verndun svæðisins sem Norðlingaölduveita er innan: „Felur í sér röskun vestan Þjórsár á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera, auk áhrifa á sérstæða fossa í Þjórsá. Kvíslaveitur hafa nú þegar virkjað þverár sem falla í Þjórsá að austan, en kvíslum vestan ár hefur verið hlíft. Virkjunarkostur sem liggur á jaðri svæðis með hátt verndargildi sem menn eru sammála um að eigi að njóta friðunar. Mannvirki rétt við friðland yrðu til lýta. Því þykir rétt að vernd á svæðinu verði látin hafa forgang.“ 

4. Í skýrslu verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar kemur einnig fram í sérstökum ábendingum frá faghópi I um náttúru- og menningarminjar að af þeim 30 svæðum sem metin voru búi tíu efstu yfir mjög miklum náttúru- og menningarverðmætum, þ.m.t. Þjórsárver og Þjórsá ofan Sultartanga. Þá segir ennfremur: „Ofangreind tíu svæði eru jafnframt þau sem faghópurinn mat verðmætust vegna landslags og öll eiga það sameiginlegt að þar eru óbyggð víðerni, víðáttumikil svæði þar sem athafnir mannsins eru lítt áberandi“. (bls. 72).

5.Tillaga UAR gengur gegn fyrirhuguðu svæði sem friðlýsa átti samkvæmt náttúruverndaráætlunum 2004-2008 og 2009-2013.

6.Verði farið að þeirri tillögu sem nú hefur verið kynnt sveitarstjórnum er augljóslega verið að halda opnum þeim möguleika að ný útfærsla Norðlingaölduveitu verði byggð á svæðinu sem myndi eyðileggja fossaröðina einstöku: Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, sem og lítt snortin víðerni svæðisins vestan Þjórsár.

7.Ljóst er að ef taka má upp nýjar útfærslur virkjunarhugmynda á verndarsvæðum, hvenær sem ráðherra hentar, er „langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati“  um hvar skuli virkjað og hvar ekki fórnað og þar með meginmarkmið löggjafarinnar fyrir borð borið.

Landvernd
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Suðurlands 

Vinir Þjórsárvera"

Minnisblad til u&snefndar Althingis_15jan2014_LOKA
Tögg

Vista sem PDF

Leita í ályktunum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ábending um gæðastýringu sauðfjárræktar
28.8.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.7.2019

Náttúruverndarsamtök kæra framkvæmdarleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar
9.7.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
30.6.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs
30.6.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá
17.6.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 mál S-74/2019
17.3.2019

1. áfangi orkustefnu. Umsögn Landverndar
17.3.2019

Umsögn Landverndar um breytingu á lögum um náttúruvernd
17.3.2019

Áskorun um friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu
14.2.2019

Nýtt framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar kært og krafist stöðvunar framkvæmda
27.3.2018

Virkjun vindorku á Íslandi. Fyrsta heildstæða rit sinnar tegundar hér á landi.
23.2.2018

Fréttatilkynning: Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum
10.1.2018

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar
13.12.2016

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk
3.8.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets
9.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit
19.5.2016

Stöndum vörð um valddreifða stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs
18.5.2016

Lagabreytingar vegna sameininga á sviði skógræktar
18.5.2016

Brotið á almenningi og umhverfissamtökum
10.5.2016

Aðalfundur ályktar um friðlýsingar
2.5.2016

Jökulsárlón verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs
14.4.2016

Tillögur um ákvæði í stjórnarskrá
10.3.2016

Drög að breytingum á starfsreglum harðlega gagnrýndar
23.2.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga
8.2.2016

Landvernd kærir auglýsingar Norðuráls
30.12.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu
11.11.2015

Gefum engan afslátt af umhverfismati
5.10.2015

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun
29.9.2015

Ný stóriðja gerir lítið úr losunarmarkmiðum Íslands
29.9.2015

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar
28.9.2015

Ráðherra tryggi fjárveitingar til friðlýsinga í virkjana- og verndaráætlun
15.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu
30.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd
19.5.2015

Náttúruverndarsamtök telja tillögur Orkustofnunar ekki standast lög
10.3.2015

Fimmtán samtök krefjast úrbóta fyrir Náttúrugripasafn
10.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar
30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi
30.11.2014

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar
27.11.2014

Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins
13.10.2014

Útrýma beri hindrunum í framkvæmd Árósasamningsins
30.6.2014

Málþing um Árósasamninginn
21.5.2014

Gagnrýna flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk
19.3.2014

Gagnrýna eignarnámsleyfi iðnaðarráðherra
13.3.2014

Standa vörð um almannaréttinn
26.2.2014

Stjórnvöld hætti við vinnslu olíu og gass
22.1.2014

Ramsar tekur undir með Landvernd
13.1.2014

Breyting á endurskoðunarákvæði matsskýrslna?
25.11.2013

Landvernd mótmælir harðlega áformum um nýja Norðlingaölduveitu
13.11.2013

Afturköllun náttúruverndarlaga mótmælt harðlega
25.9.2013

Níu samtök hvetja til uppbyggingar Náttúruminjasafns
16.9.2013

Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi
13.9.2013

Fréttatilkynning vegna framkvæmda í Gálgahrauni
19.8.2013

Landvernd harmar upprekstur fjár á Almenninga
16.7.2013

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti
31.5.2013

Landvernd óskar skýringa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis
22.5.2013

Athugasemdir við friðlýsingarskilmála Þjórsárvera
5.4.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
23.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok
13.3.2013

Landvernd krefst stöðvunar framkvæmda við Bjarnarflag
12.3.2013

Ábendingar Landverndar vegna stjórnunarfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs
7.3.2013

Landvernd styður bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera
25.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
17.2.2013

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum
12.2.2013

Stjórn Landverndar kallar á aðgerðir vegna síldardauða
5.2.2013

Umhverfisráðherrar arktískra svæða hvattir til aðgerða vegna "black carbon"
4.2.2013

Fresta ber fjárveitingu til Álftanesvegar eftir Gálgahrauni
27.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
18.11.2012

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp
29.9.2012

Umsögn um aðalnámskrá grunnskóla - náttúrufræðigreinar
9.9.2012

Athugasemdir við tillögur að nýjum landgræðslu- og skógræktarlögum
3.9.2012

Drög að matsskýrslu um vegagerð í Reykhólahreppi
14.8.2012

Áskorun til OR og menntamálaráðherra vegna Náttúruminjasafns Íslands og sölu Perlunnar
29.2.2012

Iðnaðarráðherra banni áfram útgáfu rannsóknaleyfa
29.2.2012

Alþingi samþykki frumvarp um breytingar á lögum um upplýsingarétt
29.2.2012

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun
18.11.2011

Landvernd hvetur borgarstjórn - Bitra verði áfram í verndarflokki
8.11.2011

Ályktun vegna vegagerðar í Gufudalssveit
22.9.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls
28.6.2011

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs
3.6.2011

Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna rannsóknarleyfis í Grændal
2.6.2011

Ályktanir aðalfundar Landverndar
27.5.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár
17.2.2011

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum
19.8.2010

Fram fari heildstætt umhverfismat
15.10.2008

Telja tillögu ráðherra ekki samræmast lögum

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Vinir Þjórsárvera lögðu eftirfarandi minnisblað fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Minnisblaðið hefur að geyma afstöðu samtakanna gagnvart tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingar á stækkun friðlandsins í Þjórsárverum:

 

,,Minnisblað til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna Norðlingaölduveitu

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Vinir Þjórsárvera telja að tillaga sú að friðlandsmörkum í Þjórsárverum, sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið sendi sveitarstjórnum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps þann 27. desember 2013, samræmist hvorki lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 né afmörkun svæða samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar sem þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða byggði á og flokkaði Norðlingaölduveitu í verndarflokk áætlunarinnar. Þá gengur tillaga ráðuneytisins beinlínis gegn rökstuðningi í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var 14. janúar 2013 og einnig gegn tveimur síðustu náttúruverndaráætlunum. Nánar er gerð grein fyrir rökstuðningi hér að neðan.  

1. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laga nr. 48/2011, ber ráðherra, þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlun, að hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar. Núgildandi áætlun var samþykkt 14. janúar 2013 og var Norðlingaölduveita flokkuð í verndarflokk. Tillaga ráðherra að mörkum friðlands fylgir hinsvegar ekki þeim skilgreiningum á því landsvæði sem Norðlingaölduveita yrði á og lagt var til grundvallar því að sú virkjunarhugmynd féll í verndarflokk ofangreindrar áætlunar, og ber því að friðlýsa.

2. Í VI. kafla almennra athugasemda í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að „[v]irkjunarsvæði í vatnsafli miðist almennt við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar“. Jafnframt segir um afmörkun svæða í kafla 3.2.1. í niðurstöðum 2. áfanga rammaáætlunar (júní 2011) að „[s]væði sem til greina koma vegna vatnsaflsvirkjana voru afmörkuð þannig að miðað var við vatnasvið ofan fyrirhugaðra stíflumannvirkja en þar fyrir neðan var aðeins tekinn meginfarvegurinn og næsta nágrenni hans (100-500 m út frá miðlínu eftir aðstæðum)“. Samkvæmt ofangreindu samrýmist tillaga ráðherra, hvað varðar mörk friðlandsins í suðri, ekki skilgreiningum löggjafans.

3. Í athugasemdum við þingsályktunartillögu um verndar- og orkunýtingaráætlun (þskj. 1165 – 727. mál, 140. löggj.þ., 2011-2012; kafli 5.1) kemur eftirfarandi fram í rökstuðningi fyrir verndun svæðisins sem Norðlingaölduveita er innan: „Felur í sér röskun vestan Þjórsár á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera, auk áhrifa á sérstæða fossa í Þjórsá. Kvíslaveitur hafa nú þegar virkjað þverár sem falla í Þjórsá að austan, en kvíslum vestan ár hefur verið hlíft. Virkjunarkostur sem liggur á jaðri svæðis með hátt verndargildi sem menn eru sammála um að eigi að njóta friðunar. Mannvirki rétt við friðland yrðu til lýta. Því þykir rétt að vernd á svæðinu verði látin hafa forgang.“ 

4. Í skýrslu verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar kemur einnig fram í sérstökum ábendingum frá faghópi I um náttúru- og menningarminjar að af þeim 30 svæðum sem metin voru búi tíu efstu yfir mjög miklum náttúru- og menningarverðmætum, þ.m.t. Þjórsárver og Þjórsá ofan Sultartanga. Þá segir ennfremur: „Ofangreind tíu svæði eru jafnframt þau sem faghópurinn mat verðmætust vegna landslags og öll eiga það sameiginlegt að þar eru óbyggð víðerni, víðáttumikil svæði þar sem athafnir mannsins eru lítt áberandi“. (bls. 72).

5.Tillaga UAR gengur gegn fyrirhuguðu svæði sem friðlýsa átti samkvæmt náttúruverndaráætlunum 2004-2008 og 2009-2013.

6.Verði farið að þeirri tillögu sem nú hefur verið kynnt sveitarstjórnum er augljóslega verið að halda opnum þeim möguleika að ný útfærsla Norðlingaölduveitu verði byggð á svæðinu sem myndi eyðileggja fossaröðina einstöku: Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleitarfoss, sem og lítt snortin víðerni svæðisins vestan Þjórsár.

7.Ljóst er að ef taka má upp nýjar útfærslur virkjunarhugmynda á verndarsvæðum, hvenær sem ráðherra hentar, er „langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati“  um hvar skuli virkjað og hvar ekki fórnað og þar með meginmarkmið löggjafarinnar fyrir borð borið.

Landvernd
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Suðurlands 

Vinir Þjórsárvera"

Minnisblad til u&snefndar Althingis_15jan2014_LOKA
Tögg

Vista sem PDF