Landvernd sendi nýlega frá sér umsögn við tillögu nokkurra þingmanna að breytingu á lögum um vernd og orkunýtingu landssvæða. Samtökin leggjast eindregið gegn þeim breytingum sem lagðar eru fram í frumvarpinu, m.a. því að fella út það ákvæði að verndar- og orkunýtingaráætlun taki ekki til landssvæða sem njóta friðlýsingar. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir því að auka rannsóknir á svæðum í biðflokki, sem samtökin telja vinna gegn náttúruvernd í landinu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Bjarni Benediktsson. Umsögn Landverndar má nálgast hér í viðhengi.
Umsogn Landverndar um frv til laga um br a 48_2011__14nov2012
Vista sem PDF