Ályktanir Fréttir Hálendisþjóðgarður til heilla 7.1.2020 Landvernd Uppi á Skrokköldu 7.1.2020 Landvernd Stefnuyfirlýsingu stjórnar Landverndar vegna hálendisþjóðgarðs 30.12.2019 Stjórn Landverndar styður heilshugar stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Það yrði mikið framfaraskref fyrir íslenska þjóð og verndun íslenskrar náttúru. Stjórn Landverndar telur að markmið þjóðgarðs eiga alltaf fyrst og fremst að vera verndun landslags, víðerna, náttúru- og menningarminja og endurheimt raskaðra vistkerfa. En einnig nýting þessa verðmæta náttúruarfs með sjálfbærum hætti. „Sjálfbærni“ ber að hafa að leiðarljósi við hefðbundna nýtingu, eins og veiðar og sauðfjárbeit, innan þjóðarðs á miðhálendinu. Varfærni þarf að gæta við vegabætur og við gerð mannvirkja fyrir ferðmenn innan þjóðgarðs á hálendinu svo þær spilli ekki landslagsheildum og sannri hálendisupplifun. Stjórn Landverndar telur varhugavert að heimila stórframkvæmdir eins og orkuvinnslu innan þjóðgarðs á hálendi Íslands, enda yrði það ekki í samræmi við alþjóðleg viðmið (skilgreiningu IUCN) á þjóðgörðum og samþykkta ályktun Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN) . Stjórn Landverndar vill að við skipan í stjórn hálendisþjóðgarðs beri að hafa fagþekkingu stjórnarmanna að leiðarljósi. Þá þarf að gæta jafnræðis meðal landsmanna við skipan í stjórn svo hálendisþjóðgarður standi undir nafni sem sameiginlegur garður þjóðarinnar. Varðandi mörk þjóðgarðsins telur stjórn Landverndar að til viðbótar við þjóðlendur eigi þjóðgarðurinn að ná til ríkisjarða sem ná inn á hálendið. Stjórn Landverndar styður því stofnun hálendisþjóðgarðs sem er í samræmi við þær hugmyndir sem birtast í skýrslu starfshóps um stofnun hans (sjá hér), en mun beita sér fyrir því að framangreind sjónarmið nái fram að ganga nú þegar málið er komið til umfjöllunar á pólitískum vettvangi. Tögg hálendið Miðhálendisþjóðgarður þjóðgarður Vista sem PDF