Project Image

Hreinsum Ísland 

Margir telja að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meirihluti þess annað hvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. 

Plastmengun stærsta áskorun nútímans

Plastmengun í hafi er ein stærsta áskorun nútímans í umhverfismálum. Árlega eru 350 milljón tonn af plasti framleidd í heimum en af þeim enda um 8 milljón tonn af plasti í hafinu. Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofunun Sameinuðu þjóðanna koma 80% þess plasts af landi og 20% frá starfsemi á sjó.

Taktu  PLASTÁSKORUN LANDVERNDAR og leggðu þitt af mörkum til að draga úr plastmengun.

 

Strandhreinsanir í þínu nágrenni?

Fylgdu Hreinsum Ísland - Strandhreinsun á facebook. 

 
 

Allar hreinsanir 2018

Hreinsum Ísland

Tökum höndum saman og hreinsum strendur Íslands