„Verndum viðkvæma náttúru jarðhitasvæða og rennum styrkari stoðum undir sjálfbæra ferðamennsku á slíkum svæðum.“
Hérlendis er að finna stórbrotin og sérstök jarðhitasvæði sem eiga fáa sína líka í heiminum. Fjölbreytileiki svæðanna er mikill, hvort sem horft er til jarðfræði, líffræði eða litasamsetningar. Kannanir hafa sýnt að yfir 80% erlendra ferðamanna nefnir náttúru Íslands sem helsta aðdráttarafl landsins og þar spila jarðhitasvæði stórt hlutverk.
Afar mikilvægt er að tryggja vernd þessara einstöku auðlinda okkar þannig að Íslendingar, erlendir gestir, og komandi kynslóðir geti notið þeirra líka. Þessi svæði eru oft á tíðum sérstaklega viðkvæm fyrir átroðningi og umferð, en eru einnig beinlínis hættuleg ef ekki er farið varlega. Það er því mikilvægt að auka fræðslu um hina sérstöku jarðfræði, líffræði og verndargildi jarðhitasvæða og tryggja öryggi ferðamanna. Þannig má stuðla að ferðamennsku í sátt við umhverfi og náttúru.
Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni um verndun jarðhita á Íslandi.
Verkefninu var skipt í fjóra verkþætti: Skoðunarferðir, gerð fræðsluefnis, upplýsingaskilti og ráðstefnu.
Mikill áhugi er á að þróa náttúrutengda ferðaþjónustu á Íslandi í átt að sjálfbærni.
Markmið jarðhitaverkefnis Landverndar er að vernda viðkvæma náttúru jarðhitasvæða og renna styrkari stoðum undir sjálfbæra ferðamennsku á slíkum svæðum. Þessu skal náð með því að:
Verkefnisstjórn:
Helstu styrktaraðilar:
Dr. Rannveig Magnúsdóttir
Verkefnastjóri Netfang: rannveig (hjá) landvernd.is
Vernda þarf viðkvæma náttúru jarðhitasvæða og renna styrkari stoðum undir sjálfbæra ferðamennsku á slíkum svæðum.
Mikilvægt er að auka öryggi ferðamanna með betri upplýsingum um aðgengi og umgengni
Jarðhitasvæði eru meðal sérstæðustu náttúrufyrirbæra á Íslandi og njóta hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim sérstakrar verndar.