Fréttir

Aðalfundur 26. maí að Nauthóli

Landvernd    9.5.2011
Landvernd
Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík fimmtudaginn 26. maí n.k. Húsið opnar kl. 15.45 og hefst fundur á almennum aðalfundarstörfum kl. 16.00.
Á síðasta aðalfundi fóru fram hringborðsumræður um Landvernd á 21. öld þar sem fundargestir settu fram hugmyndir sínar um starf og framtíðarverkefni samtakanna. Samantekt á niðurstöðum þeirrar vinnu verður kynnt á komandi aðalfundi. Landvernd er í mun að sem flestir komi að starfi og hugmyndavinnu samtakanna því einungis þannig öðlumst við þann styrk sem þarf til að hafa áhrif á þróun og sess náttúruverndar og umhverfisfræðslu á Íslandi.
Nánari upplýsingar ásamt dagskrá verða birtar þegar nær dregur.
Í lok fundarins verður boðið upp á ilmandi súpu.
Fundurinn er öllum opinn og nýir félagar eru velkomnir.

Við minnum á að til þess að öðlast atkvæðisrétt á aðalfundi þurfa félagar og aðildarfélög að hafa greitt árgjaldið 2010-2011.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Landverndar í síma 552 5242. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: landvernd@landvernd.is
facebook.com/Landvernd.umhverfisverndarsamtokTögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.