Málþing og fundir Fréttir Aðalfundur Landverndar 13. maí n.k. 16.3.2017 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 16.3.2017 Guðmundur Ingi Guðbrandsson Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 13. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Eftir fundinn verður hleypt af stokkunum nýju sjálfboðaliðaverkefni samtakanna í landgræðslu. Boðið verður upp á sætaferðir úr Reykjavík og eru félagsmenn hvattir til að taka allan daginn frá. Lagt verður af stað kl. 8:30 og fundurinn hefst kl. 10. Dagskrá og nánari tilhögun verður auglýst síðar. Samþykktir félagsins má finna hér. Tögg aðalfundur Landverndar Vista sem PDF