Fréttir

Aðalfundur Landverndar 5. apríl n.k.

Stjórn Landverndar minnir á aðalfund félagsins laugardaginn 5. apríl n.k. kl. 13-17:30 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík. Dagskrá fundarins, lög samtakanna, lagabreytingartillögur og skýrslu nafnanefndar má finna í viðhengi.

Við hvetjum ykkur til að mæta og hafa áhrif á stefnu og störf samtakanna. Þá minnum við þau á sem enn skulda félagsgjöld að greiða þau fyrir aðalfund til að tryggja sér atkvæðisrétt og kjörgengi á fundinum. Jafnframt hvetjum við ykkur til að taka nýja félaga með á fundinn. Hægt er að greiða félagsgjöld beint á fundinum.

Sérstök athygli er vakin á því að Gunnsteinn Ólafsson, formaður Hraunavina, heldur erindi um reynslu sína af náttúruverndarbaráttunni í Gálgahrauni.

Aðalfundi Landverndar lýkur að þessu sinni með samverustund félagsmanna og léttum veitingum.

 

Niðurstaða nafnanefndar

Nafnanefnd kom fram með þrjár tillögur að nafni samtakanna (sjá skýrslu nafnanefndar í viðhengi). Hinar tvær síðari verða því lagðar til sem lagabreytingatillögur nefndarinnar við 1. gr. laga samtakanna (sjá lagabreytingatillögur í viðhengi). Tillögur nefndarinnar eru:

1. Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands.       

Rök: Nafni samtakanna verði ekki breytt, það á sér sögulegar skýringar.

2. Landvernd, samtök um náttúruvernd og umhverfismennt.

Rök: Tillaga stjórnar á síðasta aðalfundi með breytingum sem fram komu í umræðum á fundinum. Nafnið er lýsandi fyrir meginverkefni samtakanna.

3. Landvernd
Rök: Samtökin þurfa ekki að skilgreina sig frekar með undirtitli í nafni. Nafnið eitt og sér hefur þegar skapað samtökunum sterkan sess í vitund þjóðarinnar. Undirtitillinn er sjaldan notaður og skilgreining samtakanna og markmið þeirra koma fram í lögum þeirra.

Með von um að sjá ykkur sem flest,
stjórn og starfsfólk Landverndar.

Dagskra adalfundar Landverndar 2014_LOKA
Log Landverndar 2012_samthykkt a adalfundi 12mai2012
Skyrsla nafnanefndar 2014
Tillaga ad lagabreytingu_Adalfundur Landverndar 2014
Tögg
DSC_0059     DSC_0059    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.