Fréttir

Aðgerðir strax! Allsherjarverkfall fyrir loftslagið!

Landvernd    20.9.2019
Landvernd

Undirskriftir og fundur á Austurvelli í dag!

Í dag hefst Allsherjarverkfall fyrir loftslagið og er nú tími til komin að eldri kynslóðin taki slaginn ásamt unga fólkinu.

Framtíð okkar og komandi kynslóða er í húfi.

Gengið verður frá Hallgrímskirkju í dag kl. 17:00 niður á Austurvöll. Þar verður stútfull dagskrá af hæfileikaríku tónlistar- og ræðufólki. Meðal þeirra sem koma fram eru GDRN, Krummi, Friðrik Dór, Kári Stefánsson, StjörnuSævar, Hildur Knútsdóttir og JóiPxKróli.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Þeirri þróun þarf strax að snúa við til að draga úr alvarlegum afleiðingum loftslagshlýnunar og skapa öruggara og sjálfbærara þjóðfélag.

Greta Thunberg hefur veitt mörg þúsundum ungmenna innblástur síðastliðið ár með mótmælum sínum gegn aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fylgjum Gretu og hennar orðum: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.”

Opnað verður fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum.

Skrifa undir áskorun!
Tögg
Allsherjarverkfall.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.