Fréttir

Áhrif ferðamanna á náttúru Íslands

   5.11.2014

Þann 30.október sl. stóð Rannsóknamiðstöð ferðamála fyrir örfyrirlestrum í Öskju um Áhrif ferðamanna á náttúru Íslands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, hélt þar erindi og nálgaðist málið á nýjan hátt. Hann talaði um ásókn orkugeirans í auðlindir hálendisins og áhrif þess á ferðaþjónustuna. 

Hann segir að með hugmyndum orkugeirans um víðtæka aukna orkuvinnslu á hálendinu valdi orkugeirinn miklu álagi á náttúruna og þar með á þá auðlind sem ferðaþjónustan byggir ímynd og afkomu sína á.


Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.