Fréttir

Álver í ólgusjó

Landvernd    25.11.2010
Landvernd

Í framkomnu áliti Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík kemur fram að að framkvæmdirnar „muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Í því felst að um er að ræða veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.“

Til samanburðar er hér dregin fram niðurstaða Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar allt að 750 MW frá árinu 2001. Skipulagsstofnun taldi að virkjunin mundi „hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu, neikvæðu umhverfisáhrif sem framkvæmdin mun fyrirsjáanlega hafa. Ennfremur að upplýsingar skorti um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar.“

Á þessum forsendum lagðist Skipulagsstofnun gegn framlögðum hugmyndum um Kárahnjúkavirkjun. Nú er öldin önnur og breytt umhverfismatslög þannig að nú gefur Skipulagsstofnun aðeins álit. Samanburðurinn leiðir þó í ljós að skoðun Skipulagsstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum í Þingeyjarsýslum er nokkurn veginn hin sama og skoðun stofnunarinnar á Kárahnjúkavirkjun fyrir 9 árum.

Álit Skipulagsstofnunar á reyndar ekki að koma neinum óvart sem kynnt hafa sér þær matsskýrslur sem framkvæmdaraðilar lögðu fram. Tilhögun framkvæmda sem kynnt er á jarðhitasvæðunum við Kröflu og Þeistareyki er með slíkum endemum að ekki verður jafnað við neinar framkvæmdir hérlendar nema ef vera skyldi Hellisheiðarvirkjun.

Fróðlegt verður að sjá framvindu þessa máls.

 

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.