Fréttir

Áratugur umhverfismenntar

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að tilnefna árin 2005-2014 áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar. Nú þegar er ár liðið af þessum áratug og ekki seinna vænna fyrir þá sem málið varðar að hrista af sér doðann og hefjast handa. Landvernd hefur þegar sent menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, bréf þess efnis að íslenska aðalnámskráin þurfi að vera mun ítarlegri og markvissari en nú er varðandi umhverfismennt. UNESCO hefur verið falið að fylgja eftir stefnumörkun Sameinuðu þjóðanna um umhverfismennt og samtökin hafa skilgreint sýn sína og þróun til umhverfismenntar á eftirfarandi hátt:
Sýn og þróun
Í menntun til sjálfbærrar þróunar felst:
- að virða, meta og varðveita þann árangur sem náðst hefur;
- að hafa mætur á undrum Jarðar og þjóðum heims;
- að búa í heimi þar sem allir hafa næga fæðu til að lifa heilbrigðu og gjöfulu lífi;
- að leggja mat á, annast og lagfæra ástand Jarðar okkar;
- að skapa góðan, öruggan og réttlátan heim og njóta hans;
- að vera ábyrgir borgarar sem rækja rétt sinn og skyldur í samfélagi, þjóðfélagi og heiminum öllum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu UNESCO.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.