Fréttir

Átaksvika Landverndar hafin

Landvernd hóf í dag átaksviku í fjölgun félagsmanna og kynningu á starfsemi samtakanna. Daglega munu stiklur úr starfi samtakanna verða gerðar aðgengilegar á félagsmiðlum. Á miðvikudag munu samtökin sýna heimildamyndina Álöldina eftir Bert Ehgartner í samstarfi við Bíó Paradís. Sýning myndarinnar hefst kl. 18. Á laugardag mun Landvernd svo kynna starfsemi sína í göngugötu Kringlunnar.

Við hvetjum fólk til að ganga til liðs við Landvernd, skrá sig í samtökin hér á heimasíðunni og hjálpa þannig til við að efla náttúruvernd og umhverfismennt á Íslandi. 

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.