Fréttir

Aukin jákvæðni í garð Landverndar

   26.2.2015

Flestir aðspurðra, eða rúm 20%, nefndu Landvernd í könnun Capacent þegar spurt var hvaða íslensku umhverfisverndarsamtök þeir þekktu. Það eru helmingi fleiri en nefndu önnur umhverfisverndarsamtök. Talsvert fleiri nefna Landvernd nú en í samskonar könnun árið 2012, en þá voru það 10%.   

Að sama skapi hefur þeim fjölgað sem segjast jákvæð gagnvart Landvernd. Nú segjast rúm 65% aðspurðra vera mjög jákvæð eða frekar jákvæð í garð samtakanna. Árið 2012 sögðust tæp 56% vera þessarar skoðunar.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir niðurstöðuna ánægjulega og að hún sé í samræmi við aukin umsvif samtakanna. Þannig hafi félagsmönnum fjölgað á þessu sama tímabili úr um 500 í 3.500. „Þetta kemur líka heim og saman við könnun sem við gerðum nýverið á afstöðu eigin félagsmanna. Þeir telja að Landvernd standi málefnalega sterkt og sé meira áberandi en áður“. Guðmundur segir að mikil samvinna við önnur félög hafi einnig skilað aukinni umræðu um starf samtakanna og mikilvægi þeirra sem leiðandi afls í náttúruverndarbaráttunni.

Hægt er að skrá sig í Landvernd á slóðinni landvernd.is/Taktu-þátt.

Capacent vann könnunina fyrir Landvernd dagana 12.-19. febrúar. Um er að ræða netkönnun sem gerð var í viðhorfshópi Capacent Gallup. Úrtakið var 1.447 og fjöldi svarenda var 850.


Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.