Fréttir

Bakhjarlar Vistverndar í verki 2005

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Nýlega var undirrituð stuðningsyfirlýsing bakhjarla Vistverndar í verki. Fulltrúar stuðningsaðila ásamt umhverfisráðherra hittust í umhverfisráðuneytinu og stilltu sér upp fyrir myndatöku, hver með táknrænan hlut fyrir sitt fyrirtæki.


Á myndinni sést frá vinstri Bryndís S. Valdimarsdóttir frá Yggdrasil með hreinlætisvörur sem hlífa umhverfinu, í Yggdrasil eru einungis seld lífrænt ræktuð matvæli og fleiri náttúruvörur, Ragna I. Halldórsdóttir frá SORPU með taupoka sem er handhægt að versla í til að spara plastið, Kristinn G. Bjarnason frá Toyota með hjólkopp, Toyota selur bíla með tvígengismótor sem nýta allt rafmagn sem bílarnir framleiða og eyða því helmingi minna bensíni, Sigfús Guðfinnsson frá Brauðhúsinu í Grímsbæ með brauðhleif, allur bakstur hjá Brauðhúsini er úr lífrænt ræktuðum hráefnum auk þess sem seldar eru aðrar lífrænt ræktaðar matvörur, Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyota, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, Guðríður Vestars með litla Japanese Chin tík sem heitir Mímí, Dýrabær er hunda- og kattasnyrtistofa og verlsun með vörur fyrir hunda, ketti og hesta sem eru náttúrulegar og án allra aukaefna, Sigrún Guðjónsdóttir frá Tæknival með litla fartölvu, í Tæknival fást einu tölvurnar á Íslandi sem bera norræna umhverfismerkið Svaninn, og Benedikt G. Sigurðsson frá Landsvirkjun með sparperu, en hann bar okkur þær upplýsingar að sparpera noti um 5 sinnum minna afl en glópera og ef allir Íslendingar myndu skipta út glóperum og fá sér sparperur í staðinn myndi það samkvæmt grófum útreikningi spara 45MW vél sem jafngildir einni vél í Búrfelli. Þá gæti orkan nýst á arðbærari hátt og hvert heimili spara að meðaltali 4800 kr. í rafmagn á ári sem nemur einum mánuði fríum. Þá eru ótalin umhverfisáhrif pakkninganna og peranna sjálfra en sparperur endast langtum betur en glóperur.

Landvernd þakkar bakhjörlunum fyrir góðan stuðning og fyrir frábært samstarf.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.