Fréttir

Bíllausir dagar, tökum þátt

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Tökum þátt, tökum þátt –
Evrópska samgönguvikan 16.-22. sept.

Rúmlega 30 lönd og mörg hundruð borgir taka þátt í evrópsku samgönguvikunni sem lýkur með bíllausa deginum 22. september. Þema vikunnar nú er öruggar götur fyrir börn. Í Reykjavík er skipulögð mikil dagskrá alla daga vikunnar og má nálgast hana á heimasíðu borgarinnar www.rvk.is. Mikilvægt er að nota tækifærið og hvetja alla til að leggja bílum eins og hægt er og draga fram hjólin, ganga eða taka strætó. Foreldrar ættu alla jafna ekki að aka börnum sínum í skólann. Ef þeir treysta börnunum ekki til að ganga einum ættu þeir að fylgja þeim í skólann fótgangandi. Allir hafa gott af hreyfingu og mikilvægt að gera hana að eðlilegum þætti í dagskrá hvers dags.
Ýmis verkefni má gera í skólunum til að leggja áherslu á visthæfar samgöngur. Kunna allir á strætó? Getur verið að einhverjir kennarar eða starfsmenn skólanna þekki ekki strætókerfið í hverfinu? Könnum það. Síðan má hafa keppni á milli bekkja. Skrá í hverjum bekk hve margir nemendur og kennarar þeirra koma hjólandi eða gangandi í skólann og hverjir koma á einkabíl. Hvaða bekkur skólans kemur í skólann og fær sína kennslu með minnstum akstri einkabíla?

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.