Fréttir

Bíllausir dagar - tökum þátt

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Eitt af því sem benda mætti á er að foreldrar ættu alla jafna ekki að aka börnum sínum í skólann. Ef þeir treysta börnunum ekki til að ganga einum ættu þeir að fylgja þeim í skólann fótgangandi. Allir hafa gott af hreyfingu og mikilvægt að gera hana að eðlilegum þætti í dagskrá hvers dags.

Við hvetjum alla til að láta bíllausa daginn og umferðarvikuna verða sér hvatning til að skoða betur notkun einkabílsins. Í bæklingi Akureyrarbæjar sem gefinn var út í september 2003 kemur fram að nauðsynlegt er að draga úr notkun einkabílsins, því að:

- dýrt er að byggja upp samgöngumannvirki og viðhalda þeim
- slysum í umferðinni verður að fækka
- honum fylgir mengun
- notkunin veldur álagi á orkulindir jarðarinnar

MIKILVÆGT ER AÐ:

aka eins lítið og mögulegt er
aka skynsamlega
ganga og hjóla
taka strætó
fylgjast með þróun umhverfisvænna bíla

Viljum við ekki öll betri borg fyrir börnin.... og okkur sjálf?

Að lokum bendum við á bæklinga og námskeið um vistakstur sem Ökukennarafélag Íslands stendur fyrir. Kynnið ykkur vistakstur - hann minnkar mengun, slit á bifreið, líkur á slysum og bensíneyðslu... en eykur meðalhraðann!!

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.