Fréttir

Bláa lónið flaggar sínum ellefta Bláfána

Salome Hallfreðsdóttir    17.6.2013
Salome Hallfreðsdóttir

"Ég vil byrja á því að þakka Landvernd fyrir gott samstarf og þá ráðgjöf sem þau hafa veitt um verkefnið.

Við starfsmenn Bláa Lónsins sameinumst undir merki Bláfánans í því að vernda umhverfið okkar, þetta gerum við t.d. með því að miðla upplýsingum, standa fyrir ýmis konar fræðslu svo sem gönguferðum um Reykjanesið og með því að halda umhverfinu okkar hreinu.

Við erum virkilega stolt af því að hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi þess á Ísland og að hljóta nú viðurkenninguna í ellefta skiptið. Viðurkenningin hefur verið okkur hvatning til þess að gera sífellt betur og á þeirri braut höldum við áfram," sagði Hulda Gísladóttir gæða- og öryggisstjóri Bláa lónsins þegar hún tók á móti Bláfánanum.

Bláa lónið fagnaði því að flagga umhverfisviðurkenningunni Bláfánanum í ellefta skiptið þann 12. júní. Leikskólabörn frá leikskólanum Laut í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Við á Landvernd óskum Bláa lóninu innilega til hamingju með áfangann.

BL130612_12     BL130612_22     BL130612_35    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.