Fréttir

Bláfánavottun 2016: Metfjöldi umsókna

Salome Hallfreðsdóttir    2.2.2016
Salome Hallfreðsdóttir

Nú er umsóknarfrestur til að sækja um Bláfánann 2016 runninn út. Alls bárust 13 umsóknir í heildina, þ.e. sex frá smábátahöfnum, þrjár frá baðströndum og fjórar frá ferðaþjónustuaðilum í hvalaskoðun. Þetta er fyrsta árið sem ferðaþjónustuaðilar í hvalaskoðun geta sótt um Bláfánavottun og hlökkum við til að sjá hvernig þessi hlið Bláfánans þróast hér á landi, sem og um heim allan.

Nú hefst yfirferð Landverndar, yfirferð dómnefndar Bláfánans og í kjölfarið yfirferð alþjóðlegrar dómnefndar og munum við svo fá úr því skorið í mars/apríl hverjir hljóta Bláfánann þetta árið. Margar áhugaverðar breytingar virðast eiga sér stað á Bláfánastöðum um land allt, s.s. bygging nýs þjónustuhúss við bátahöfnina í Hafnarhólma á Borgarfirði eystri svo eitthvað sé nefnt.

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.