Fréttir

Dagskrá aðalfundar Landverndar 2015

Stjórn Landverndar minnir á aðalfund samtakanna laugardaginn 9. maí n.k. kl. 13-17 í sal Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík. Dagskrá fundarins er í viðhengi. Lög Landverndar má finna á vefsíðu samtakanna. Engar lagabreytingar verða teknar fyrir á fundinum.

Vakin er athygli á því að Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, heldur erindi um ferðaþjónustu og náttúruvernd.

Á aðalfundi verður kosið um formann og fjóra stjórnarmenn. Í fundarboði aðalfundar sem sent var út 7. apríl sl. var greint frá því að þeim framboðum sem kjörnefnd bærust fyrir 2. maí yrði gerð skil í tölvupósti til félagsmanna þann sama dag. Tekið skal fram að framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á aðalfundinum sjálfum. Því geta allir kjörgengir boðið sig fram á fundinum.

Stjórn Landverndar hafa borist eftirfarandi framboð til formanns samtakanna:

·         Snorri Baldursson, líffræðingur

Stjórn Landverndar hafa borist eftirfarandi framboð til stjórnar samtakanna:

·         Anna G. Sverrisdóttir, ferðamálaráðgjafi

·         Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tækniþróunarstjóri

·         Guðmundur Björnsson, ferðamálafræðingur og leiðsögumaður

·         Gunnlaugur Ólafsson Johnson, sjálfstætt starfandi arkitekt

·         Ingibjörg Eiríksdóttir, ferðamálafræðingur og landvörður

·         Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor

·         Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og leiðsögumaður

Log Landverndar 2012_samthykkt a adalfundi 12mai2012
Dagskra adalfundar Landverndar 2015_LOKA
Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.