Fréttir

Margrét  Hugadóttir    13.2.2017
Margrét Hugadóttir

Föstudaginn 10. febrúar sl. hélt Landvernd ráðstefnu fyrir skóla á grænni grein á Íslandi, en þetta er stærsta verkefni Landverndar og stærsta verkefni í menntun til sjálfbærni á Íslandi sem og í heiminum öllum (e. Eco-Schools).

Um 140 kennarar, skólastjórar og starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla af öllum landshlutum Íslands Íslands sóttu ráðstefnuna sem var haldin á Fosshóteli í Reykjavík við Þórunnartún 1.

Á ráðstefnunni voru teknar fyrir áskoranir og tækifæri sem flóknari umhverfismál fela í sér og fjallað um þróunarverkefni Skóla á grænni grein sem takast á við þau, en Landvernd er um þessar mundir að  gefa út handbækur fyrir þátttökuskóla verkefnisins. Á ráðstefnunni var fjallað um efni þessara handbóka en sú fyrsta; „Á grænni grein, umhverfisvitund og sjálfbærni“ eftir Katrínu Magnúsdóttur, er komin út á rafrænan hátt. Fjallað er um tengingu Skóla á grænni grein við sjálfbærnimenntun og aðalnámskrá. Sjá hér.  Á næstunni koma út tvær aðrar handbækur, önnur fjallar um vistheimtarverkefni Landverndar með skólum og hin um kennslufræðilegar nálganir við flóknari umhverfismál á borð við loftslagsbreytingar og lífbreytileika.

Auk þessara erinda voru vinnustofur þar sem þáttakendur fengu að fást við og prófa ný hugtök, nálganir og kennsluefni: Af stað með úrgangsforvarnir, allur skólinn með (e. whole school approach), innleiðing á framhalds- og háskólaskólastigi, og lengra komnir skólar. Erindi voru tekin upp og verða aðgengileg á heimasíðu ráðstefnunnar: http://graenfaninn.landvernd.is/radstefnur/2017.

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávörpuðu ráðstefnugesti og veittu tveimur skólum sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa fengið afhenta flesta Grænfána allra skóla í verkefninu, eða alls átta. Þetta eru Fossvogsskóli og Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar sem hafa verið Skólar á grænni grein frá upphafi eða síðan verkefnið hóf göngu sína hér á landi árið 2000.

Samband Íslenskra Sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Norræna ráðherranefndin styrktu ráðstefnuna.

 

Myndir frá ráðstefnunni

Tögg
Radstefna_3.jpg  Radstefna_2.jpg  Radstefna2017._1.jpg  Radstefna2017.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.