Þátttaka í ákvarðanatöku Fréttir Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar 28.9.2015 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 28.9.2015 Guðmundur Ingi Guðbrandsson Í umsögn Landverndar til Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar í neðrihluta Þjórsár kemur fram eindreginn vilji samtakanna til þess að umhverfismatið frá 2003 verði gert á nýjan leik. Landvernd bendir á að tilhögun virkjunar og forsendur hafa breyst verulega á þeim 12 árum sem liðin eru frá mati á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, sem fjallaði um þrjá ólíka virkjunarkosti. Sem dæmi hefur ferðaþjónusta vaxið gríðarlega sem atvinnugrein í landinu almennt og á nærsvæðum virkjunarinnar. Þá telur Landvernd að ýmsu hafi verið ábótavant varðandi rannsóknir á áhrifum virkjunarinnar á lífríki, landslag og samfélag, sbr. viðfesta greinargerð, sem tækifæri væri að bæta úr með nýju mati. Flestir fræðimenn og stofnanir mundu telja það sjálfsagt mál – sem ekki þarfnaðist ítarlegs rökstuðnings – að endurskoða í heild sinni 12 ára gamlar greinargerðir og áætlanir um tilteknar framkvæmdir. Þá má minna á að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, þ.m.t. Hvammsvirkjun, eru afar umdeildar meðal íbúa á svæðinu, annarra hagsmunaaðila s.s. veiðimanna og ferðaþjónustuaðila, sem og almennings í landinu. Þess vegna er þeim mun brýnna að vanda allan undirbúning og ákvarðanatöku, varðandi útfærslu hugsanlegrar virkjunar, eins vel og best verður á kosið. Það verður aðeins gert með því að endurtaka MÁU i heild sinni. Umsogn Landverndar vegna endurupptoku umhverfismats Hvammsvirkjunar_28sept2015_LOKA Tögg endurskoðun Hvammsvirkjun landsvirkjun MÁU Skipulagsstofnun Umhverfismat Vista sem PDF