Fréttir

Rannveig Magnúsdóttir    20.1.2017
Rannveig Magnúsdóttir

Landvernd vekur athygli á þessu frábæra átaki hjá Jane Goodall Institute. Við hvetjum alla til að koma gömlum farsímum (og öðrum raftækjum) í endurvinnslu, þriðjudaginn 24. Janúar, því í þeim leynast verðmætir málmar sem koma frá vatnasvæðum Kongó þar sem simpansar eru í hættu. Þið getið komið símunum í raftækjagáma Sorpu, til fyrirtækisins Grænir Símar (Hátún 6A) eða á skrifstofu Landverndar (Þórunnartún 6).

Bakgrunnur – af hverju að safna símum?

Farsímar og mörg önnur raftæki innihalda verðmæta málma eins og gull, tin, volfram og tantal. Sumir þessara málma finnast eingöngu á vatnasvæðum Kongó sem er mikilvægt búsvæði fyrir simpansa.

Verkefni Jane Goodall Institute í Afríku felst einkum í verndun simpansa og búsvæða þeirra. Námugröftur á þessum málmum veldur eyðileggingu á regnskóginum sem simpansarnir búa í. Þegar þessi fyrirtæki hafa byggt upp vegi og námur í regnskóginum þá verður stærri hluti skógarins aðgengilegur fyrir ólöglegu skógarhöggi og veiðiþjófnaði.

Til að bæta gráu ofan á svart, þá hefur þessi námugröftur valdið átökum á milli samfélaga og viðhaldið ósjálfbærum lífsháttum fólks. Átök tengd námugreftri hafa valdið dauða yfir fimm milljón manns. Mikið af fólki hefur flúið inn í skóginn í leit að öryggi og mat, sem veldur auknum veiðum á lífríki skóganna, m.a. á simpönsum.

Sem neytendur, þá getum við haft jákvæð áhrif á umhverfið með því að endurvinna símana okkar og önnur raftæki og minnka þannig þörfina á þessum málmum. Með endurvinnslu og með því að nota símana lengur, þá minnkum við þörfina á námagreftri á málmum af landsvæðum sem margar tegundir, þar á meðal simpansar og aðrir prímatar eins og menn, kalla heimili sitt.

Meiri upplýsingar um átakið: http://www.mobilerecyclingday.org/

Tögg
mobilemynd.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.