Fréttir

Eru jarðstrengir raunverulegur kostur?

Landvernd hefur fengið Metsco Energy Solutions í Kanada til að gera úttekt á tæknilegri þróun jarðstrengja og kostnaðarmun á jarðstrengjum og loftlínum á hærri spennustigum. Niðurstöðurnar verða kynntar á tveimur opnum fundum, öðrum í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. nóvember kl. 12-13:30 og hinum í Miðgarði í Skagafirði, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20. Þórhallur Hjartarson, rafmagnsverkfræðingur og einn forstjóri Metsco kynnir úttektina.

Landvernd vonast til að þessi vinna geti orðið þarft innlegg í umræðu um mismunandi kosti fyrir raforkuflutningskerfið á Íslandi og býður ykkur öll velkomin.

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.