Fréttir

Fjölmennt málþing um auðlindir Íslands

   12.4.2015

Vel á annað hundrað manns mættu á málþing Landverndar og áhugafólks um sjálfbæra þróun um auðlindamál sem haldið var á Hótel Sögu laugardaginn 11. apríl undir yfirskriftinni Þjóðareign. Umfjöllunarefni málþingsins var nýting auðlinda Íslands, eignarhald og skipting auðlindaarðsins. Efnt var til þingsins með stuðningi ASÍ og BSRB. Fundarstjórar voru þeir Stefán Jón Hafstein og Þórarinn Eyfjörð.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, settir málþingið og bar saman auðlindagrunn Íslands saman við aðrar þjóðir. Hann sagði margar spurningar vakna í ljósi þess hve auðlindarík þjóðin væri. Til dæmis hvers vegna umræðan um virkjanamál fari fram á þeim forsendum að hér þurfi stöðugan vöxt raforkuframleiðslunnar til að halda velferðarsamfélaginu gangandi. Og hvers vegna meirihluti heimila safnaði skuldum eða næði varla endum saman í samfélagi sem væri svona ríkt af auðlindum. Um þessar grundvallarspurningar gætu náttúruverndarsamtök og stéttarfélög sameinast og málþingið væri vonandi upphafið að áframhaldandi samstarfi Landverndar, ASÍ og BSRB á þessu sviði. (Hægt er að hlusta á upptöku ávarpsins og sjá glærur með því að smella hér).

Hægt er að hlusta á upptökur fyrirlestra og skoða glærur hér að neðan.

  • Hve mikils virði eru auðlindir í almannaeigu? Sigurður Jóhannesson hagfræðingur. (Hljóðupptaka)
  • Skilvirk auðlindastjórnun - hvernig samræmum við ólík hlutverk ríkisins? Daði Már Kristófersson auðlindahagfræðingur. (Hljóðupptaka)
  • Hvers vegna er auðlindaákvæði í stjórnarskrá mikilvægt? Svanfríður Jónasdóttir fyrrverandi alþingismaður. (Hljóðupptaka)
  • Auðlindir og spilling á Íslandi? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. (Hljóðupptaka)
  • Arður af náttúruauðlindum, hver nýtur hans? Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri. (Hljóðupptaka)
Indriði H. Þorláksson (pdf)
Svanfríður Jónasdóttir (pdf)
Sigurður Jóhannesson (pdf)
Daði Már Kristófersson (pdf)
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir (pdf)

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.