Fréttir Stjórnarstarf og aðalfundir Fjölmennur aðalfundur Landverndar 27.5.2011 Landvernd 27.5.2011 Landvernd Konur skipa meirihluta stjórnar Landverndar eftir fjölmennan aðalfund samtakanna í gær. Fimm einstaklingar koma nýir inn í stjórn Landverndar til tveggja ára, en þau Jón S. Ólafsson og Hrefna Sigurjónsdóttir voru endurkjörin til eins árs. Guðmundur Hörður Guðmundsson umhverfisfræðingur var kosinn formaður til tveggja ára. Aðrir nýir í stjórn eru: Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, Einar Bergmundur Arnbjörnsson, Helena Óladóttir og Helga Ögmundardóttir. Aðalfundur Landverndar samþykkti ályktanir um Rammaáætlun, sjálfbærni í skólastarfi, mengunarvarnir, stofnun ungliðahreyfingar Landverndar, eflingu almenningssamgangna og um aukinn stuðning stjórnvalda við umhverfisverndarhreyfinguna í landinu. Ályktanirnar verða birtar á heimasíðu Landverndar innan skamms. Stjórn Landverndar skipa: Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur formaður Landverndar Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, ferðamálaráðgjafi Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tölvunarfræðingur Fríða Björg Eðvarðsdóttir, landslagsarkitekt Helena Óladóttir, umhverfisfræðingur Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur Hrefna Sigurjónsdóttir, vistfræðingur Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands Myndirnar tók Guðrún Tryggvadóttir. Tögg 2011 aðalfundur formaður stjórn Vista sem PDF