Fréttir Landvernd-starfið Utanvegaakstur Náttúruvernd Útgáfa Flokkun og viðgerðir vegna utanvegaaksturs 6.11.2017 6.11.2017 Landvernd og Landgræðsla ríkisins tóku höndum saman í baráttunni gegn utanvegaakstri og hafa nú gefið út leiðbeiningarrit um hvernig skuli flokka skemmdir vegna utanvegaaksturs og bregðast við þeim. Ritið nýtist öllum þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til að uppræta skemmdir eftir utanvegaakstur hvort sem um er að ræða landverði, þjóðgarðsverði eða almenning. Við vonum að ritið muni koma að góðum notum og biðlum til fólks að aka innan merktra slóða á ferðum sínum um landið. Höfundar: Anna Sigríður Valdimarsdóttir, Kristín Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson Landvernd_UTV_Netutgafa.pdf Tögg landgræðsla Landvernd Utanvegaakstur Vista sem PDF