Umsagnir Fréttir Frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við frumvarp um breytingu á lögum nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál (59. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi). Það er mat stjórnar Landverndar að bæta þurfi úr veikburða lagaumhverfi á sviði mengunarvarna hér á landi, t.d. er varðar slakt eftirlit, óljósa ábyrgð eftirlitsaðila og vanhöld við miðlun mikilvægra upplýsinga til almennings. Umrætt frumvarp tekur á síðasttalda atriðinu. Að mati stjórnar Landverndar er það mikilvæg frumkvæðisskylda stjórnvalda að veita upplýsingar vegna mengunarhættu. Frumkvæðisskyldan hefur verið staðfest af Mannréttindadómstól Evrópu sem túlkar 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu á þann hátt að stjórnvöldum beri skylda til að upplýsa íbúa um mengun sem geti hugsanlega haft áhrif á líf og heilsu svo íbúar geti tekið upplýsta ákvörðun um búsetu á menguðum svæðum. Umsögnina má finna hér fyrir neðan. Lög um upplýsingarétt um umhverfismál (umsögn).pdf Tögg 2011 lög um upplýsingarétt um umhverfismál umhverfismál Umsagnir umsögn Vista sem PDF