Fréttir

Fullt út úr dyrum á hálendishátíð

   18.4.2015

Um 1.300 mættu á hátíð til verndar hálendis Íslands í Háskólabíó 16. apríl síðstliðinn. Á dagskrá voru stuttar ræður í bland við tónlist og myndbönd (#1, #2, #3). Markmiðið hátíðarinnar var að vekja athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.

Hægt er að horfa á upptöku frá hátíðinni á youtube með því að smella hér.

Ræðumenn á hátíðinni voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Þórarinn Eyfjörð, Einar Örn Benediktsson, Steinar Kaldal, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Snorri Baldursson, Tinna Eiríksdóttir, Þorbjörg Sandra Bakke, Hrönn Guðmundsdóttir og Andri Snær Magnason. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir var kynnir.

AmabAdamA, Mammút, 1860, Una Stef, Valdimar Guðmundsson, Jónas Sigurðsson og Ómar Ragnarsson.sáu um tónlistina.

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4, Framtíðarlandið, SAMÚT (Samtök útivistarfélaga) og Gætum Garðsins, með styrk frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, boðuðu til hátíðarinnar.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir á hálendinu á hjartalandsins.is. Þar er einnig hægt að skrifa undir kröfuna um að hálendinu verði hlíft.

IMG_7235[1]    IMG_6289[1]    IMG_6301[1]    IMG_6311[2]    IMG_6334[1]    IMG_6378[1]    IMG_6442[1]    IMG_6451[1]    IMG_6459[1]    IMG_6490[1]    IMG_7224[1]    IMG_7344[1]    IMG_7405[1]    IMG_7365[1]   

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.