Fréttir

Fundarboð - Almennur félagsfundur um málefni Alviðru

Á aðalfundi Landverndar 2016 lagði fráfarandi stjórn samtakanna fram tillögu um að nýrri stjórn yrði veitt umboð aðalfundar til sölu á Alviðru í Ölfusi með þeim skilmálum sem finna má í gjafibréfi Magnúsar Jóhannessonar bónda þar frá 1973. Öndverðarnes II í Grímsnesi yrði hinsvegar áfram í eigu núverandi eigenda. Stjórn Landverndar var falið að taka saman öll gögn í málinu, gera þau aðgengileg félagsmönnum og boða til almenns félagsfundar nú í haust til að ræða betur framtíð jarðanna. Boðað er til almenns félagsfundar um málefni Alviðru fimmtudaginn 27. október kl. 20 í sal Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík.

Dagskrá fundar
1. Setning fundar og upprifjun frá aðalfundi
2. Staða Alviðru
3. Almennar umræður
4. Samanteknar niðurstöður
5. Annað

Öll gögn um málefnið má finna hér að neðan.

1) Alvidra_tillaga a adalfundi Landverndar 2016.pdf
2) Gjafabréf_prentad upp 11april2016.pdf
3) Skipulagsskra_prentud upp_11april2016.pdf
4) Alitsgerd vegna mogulegrar solu_Logi Kjartansson_02.04.2013.pdf
5) Alitsgerd um lagalega stodu Heradsnefndar Arnesinga_12.03.2004.pdf
6) Alvidrustofnun arsreikningur 2015.pdf
7) Alvidrustofnun arsreikningur 2014.pdf
8) Alvidrustofnun arsreikningur 2013.pdf
9) Greinargerd Loga Kjartans_13apr_sala Alvidru_.pdf
Tögg
9135644394_c75b5447be_z.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.