Málþing og fundir Fréttir Fræðslustarf Fyrirlestur Bob Aitken um þróun göngustíga 29.9.2014 29.9.2014 Föstudaginn 3.október býður Landvernd til hádegisfyrirlestrar um möguleika til þróunar göngustíga á Íslandi. Bob Aitken, landfræðingur og þekktur ráðgjafi um stjórnun göngustíga, heldur erindi um mögulegar leiðir í göngustígastjórnun. Hann hefur áratuga reynslu í skipulagningu viðkvæmra svæða og lagningu göngustíga á hálendi víðsvegar um heim. Aukinn áhugi Íslendinga á útivist og sívaxandi fjöldi ferðamanna hér á landi kalla á skipulag í þessum málum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101 í Háskóla Íslands kl 12:15 og er öllum opinn. Vista sem PDF