Fréttir

Fyrirlestur Bob Aitken um þróun göngustíga

   29.9.2014

Föstudaginn 3.október býður Landvernd til hádegisfyrirlestrar um möguleika til þróunar göngustíga á Íslandi. Bob Aitken, landfræðingur og þekktur ráðgjafi um stjórnun göngustíga, heldur erindi um mögulegar leiðir í göngustígastjórnun. Hann hefur áratuga reynslu í skipulagningu viðkvæmra svæða og lagningu göngustíga á hálendi víðsvegar um heim. Aukinn áhugi Íslendinga á útivist og sívaxandi fjöldi ferðamanna hér á landi kalla á skipulag í þessum málum.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101 í Háskóla Íslands kl 12:15 og er öllum opinn.


Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.