Málþing og fundir Fréttir Fræðslustarf Fyrirlestur um deilihagkerfið 15.10.2015 15.10.2015 Juliet Schor, prófessor í félagsfræði við Boston College og höfundur fjölmargra bóka og fræðigreina um neyslusamfélag nútímans heldur fyrirlestur um deilihagkerfið í boði rannsóknarverkefnisins „The Reality of Money“ við Heimspekistofnun, Landverndar og Háskóla Íslands á Þjóðarspeglinum í HÍ. Pallborðsumræður í lokin. Deilihagkerfið hefur verið kynnt sem lausn við neyslusamfélaginu með tilliti til umhverfisáhrifa og félagslegra gæða. Frítt inn og allir velkomnir Dagskrá viðburðarins Juliet Schor: Deilihagkerfið: Nýtt fyrirbæri eða sama gamla neysluhyggjan Pallborðsumræður að loknu erindi próf. Schor. Í pallborði verða: Gunnar Ó. Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands Rakel Garðarsdóttir, stofnandi VAKANDI Sigurður Eyberg Jóhannesson, náttúrufræðingur Málstofustjóri verður Ragna B. Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild HÍ. Í erindi sínu mun Juliet Schor fjalla um deilihagkerfið. Hún mun velta upp þeirri spurningu hvort deilihagkerfið sé sú töfralausn frá umhverfismengandi einnota samfélaginu sem því var ætlað að vera eða enn eitt gróðatækið. Nú um mundir vinnur próf. Schor að bók um þetta efni. Juliet Schor er prófessor í félagsfræði við Boston College. Áður kenndi hún við hagfræðideild Harvard í 17 ár. Hún er afkastamikill höfundur og hefur skrifað fjölda bóka og vísindagreina um afleiðingar neyslusamfélaga nútímans. Nýjasta bók hennar heitir Plentitude. Í henni fjallar Schor um hnignun vistkerfa út frá hagfræðilegu og félagsfræðilegu sjónarhorni. Hún leggur til róttækar breytingar á lífsmáta og lífsgildum nútímamannsins og því hvaða skilning við leggjum í neysluvarning. Event program Juliet Schor: Collaborative Consumption: a new cultural form or consumerism-as-usual Panel discussions after prof.Schor´s lecture Panel members: Gunnar Ó Haraldsson, director, Institute of Economic Studies at University of Iceland Rakel Garðarsdóttir, founder of VAKANDI the movement Sigurður Eyberg Jóhannesson, natural scientist Ragna B. Garðarsdóttir, associate professor in social pshycology at University of Iceland will direct the seminar In her presentation Juliet Schor will talk about the sharing economy. She will discuss whether the sharing economy is the solution of today´s single use, environmentally degrading society or just another tool to make a profit. Prof. Schor is currently writing a book about this subject. Juliet Schor is a professor of Sociology at Boston College. She taught at the economic faculty at Harvard for 17 years. She is a known author and has written many books and scientific articles about the consequences of the consumer society. Her most recent book, Plentitude, covers the decline of ecosystems from an economic and sociological perspective. She suggests a radical change in way of living and life values as well as challenging the perception of consumer goods. 30th of October, 9:00-11:00 Main hall, Main building, University of Iceland, Sæmundargata 2, 101 Reykjavík Vista sem PDF