Fréttir

Gengið um Grændal 16. júní

Landvernd    14.6.2011
Landvernd
Landvernd hefur undanfarin ár skipulagt gönguferðir um jarðhitasvæði sem komið hefur til álita að nýta til orkuvinnslu. Að kvöldi fimmtudags 16. júní kl. 18.00 er ferðinni heitið í Grændal sem er jarðhitasvæði inn af Hveragerði. Sérfróðir leiðsögumenn verða með í för en það eru þeir Björn Pálsson, fyrrum skjalavörður í Hveragerði og Sigurður H. Magnússon, sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.
Grændalur á sér ríka sögu og er lífríki á jarðhitasvæðinu afar sérstakt. Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa þess vegna lagt til að dalurinn verði friðlýstur. Miklar breytingar hafa orðið á jarðhitasvæðinu af völdum jarðskjálfta og skriðufalla á undanförnum árum og er einnig ætlunin að skoða ummerki þeirra.

Við gerum ráð fyrir að ferðalangar komi á eigin bílum að bílastæði á Jókutanga þaðan sem gengið er inn í Grændal yfir brú á Hengladalsá. Til að komast að bílastæðinu er ekið í gegnum Hveragerði og til vinstri framhjá Grýlu, Vorsabæjarvöllum og hesthúsahverfinu í átt að Hengladalsá. Áætluð brottför frá Jókutanga er kl. 18.00 og er ráðgert að koma tilbaka þangað um kl. 21.00.
Ferðalangar þurfa að vera vel skóaðir og upplagt að taka með sér smá nesti. Upplýsingar um náttúrufar í Grændal.

Fyrir þá sem óska eftir að sameinast í bíla frá Reykjavík er bílastæðið við bensínstöðina í Norðlingaholti skammt frá Rauðavatni góður brottfararstaður. Þeir sem eiga laus sæti eða óska eftir að fá far með öðrum hafi samband við Sigrúnu hjá Landvernd í síma 552 5242.

SKRÁNING hjá Landvernd í síma 552 5242 eða t-pósti til sigrunpals@landvernd.isTögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.