Ferðir og viðburðir Gengið um Þingvelli á Degi íslenskrar náttúru 14.9.2011 Landvernd 14.9.2011 Landvernd Landvernd býður til göngu á Þingvöllum á Degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september, kl. 18.00. Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur, mun leiða gönguna og vísa á fornar götur og hellisskúta og ræða um náttúru og sögu svæðisins. Sigrún er sérfræðingur í stjórnun þjóðgarða. Hún vinnur nú að bók um Þingvallaþjóðgarð. Þátttakendur mæti við Gjábakka kl. 18. Gangan gæti tekið um tvær klukkustundir. Allir velkomnir! Tögg 2011 dagur íslenskrar náttúru Þingvellir Vista sem PDF