Fréttir

Gengið um Þingvelli á Degi íslenskrar náttúru

Landvernd    14.9.2011
Landvernd
Landvernd býður til göngu á Þingvöllum á Degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september, kl. 18.00. Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur, mun leiða gönguna og vísa á fornar götur og hellisskúta og ræða um náttúru og sögu svæðisins. Sigrún er sérfræðingur í stjórnun þjóðgarða. Hún vinnur nú að bók um Þingvallaþjóðgarð. Þátttakendur mæti við Gjábakka kl. 18. Gangan gæti tekið um tvær klukkustundir.
Allir velkomnir!


Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.