Fréttir

Göngum í skólann

Landvernd    15.10.2008
Landvernd

Fuglarnir eru komnir, sumardagurinn fyrsti 20. apríl og þriðjudagurinn 25. apríl er dagur umhverfisins. Ærin tilefni til að við tökum okkur á og allir gangi eða hjóli í skóla og vinnu, nemendur, kennarar, foreldrar. Að gera það að lífsstíl sínum að ganga eða hjóla til skóla eða vinnu, eða taka strætó ef fjarlægðir eru of miklar, hefur ótal kosti í för með sér. Gangan styrkir okkur sjálf bæði líkamlega og andlega og visthæfur ferðamáti dregur verulega úr mengun umhverfis. Í Evrópu er í gangi átak barna í að safna grænum sporum – þeir sem vilja taka þátt geta lesið allt um málið á vefsíðu: átaksins.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.