Fréttir

Grænfánaafhendingar vorsins

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Það er gaman þessa dagana, 16 nýir fánar blakta við íslenska skóla áður en sumarleyfi hefjast. 8 skólar eru að fá fána í fyrsta skipti, 5 í annað skipti og 3 í þriðja skipti.
Skólar sem þegar eru búnir að fá sinn fána eru Fálkaborg í Reykjavík og Síðuskóli og Hlíðaból á Akureyri.
Fánaafhendingar framundan eru: Öskjuhlíðarskóli 17. maí, Fossvogsskóli, Grunnskólinn í Borgarnesi og Snælandsskóli 19. maí, Víkurskóli 20. maí, Barnaborg í Aðaldal og Grunnskóli Tálknafjarðar 24. maí, Selásskóli 25. maí, Hallormsstaðaskóli 27. maí, Andakílsskóli og Þjórsárskóli 30. maí, Salaskóli 7. júní og Álfheimar 8. júní.
Þegar þessum afhendingum lýkur verða skólar í verkefninu 69 og 32 þeirra með fána.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.