Fréttir

Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum

Landvernd    25.8.2003
Landvernd

Formaður og framkvæmdastjóri Landverndar sóttur árlegan fund norrænna náttúru- og umhverfisverndarsamtaka sem haldinn var í Finnlandi dagana 15. -17. ágúst. Á fundinum var m.a. fjallað um fuglaveiðar í Grænlandi, en fram hefur komið að veiðiálag er talsvert meira en tilteknir stofnar þola. Það var ákveðið að styðja kröfu grænlensku náttúruverndarsamtakanna UPPIKs þess efnis að veiðar á fuglum í Grænlandi á varptíma verði minnkaðar. Þá var einnig ákveðið að taka undir tillögur Evrópusambandsins um reglur um veiðarfæri sem miða að því að draga úr líkum á því að smáhveli eins og höfrungar og grindhvalir festist í veiðarfærum og drepist. Á fundinum var líka rætt um hvaða kröfur eigi að gera til svæða sem ákveðið er að fella undir þjóðgarða. Danir eru nú að kanna stofnun fyrstu þjóðgarða þar í landi og vegna þéttbýlis virðist ljóst að þjóðgarðar þeirra geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gerða eru til þjóðgarða í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi.

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.