Fréttir

Háskólinn á Akureyri hlýtur Grænfánann

Háskólinn á Akureyri varð í dag, á Degi íslenskrar náttúru, fyrsti háskólinn hérlendis til að öðlast alþjóðlegu umhverfisviðurkenninguna Grænfánann frá Landvernd. Öflug umhverfisnefnd hefur starfað innan skólans og sett fram metnaðarfulla samgöngustefnu, auk þess að úrgangur er nú flokkaður allsstaðar í skólanum. Aðeins örfáir háskólar í heiminum flagga grænfánanum og óskar Landvernd HA innilega til hamingju með verðskuldaðan árangur. 

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem Landvernd rekur á Íslandi. Nú taka vel yfir 200 skólar á fleiri en 230 starfsstöðvum og á öllum skólastigum þátt í verkefninu.

graenfaniuti     DSC_0002     DSC_0010     DSC_0015    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.