Fréttir

Hellarannsóknafélag Íslands styður hugmyndir um eldfjallagarð

Landvernd    12.9.2006
Landvernd

Hellarannsóknafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við útspil Landverndar um að Reykjanesskagi skuli gerður að eldfjallagarði og fólkvangi. Félagið telur sérstaklega ánægjulegt að vernda eigi stór hraun, hraunmyndanir og gíga sem eru einstakir á heimsvísu.

Í ályktun sjórnar Hellarannsóknarfélagsins segir m.a:

"Hellarannsóknafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við þetta verkefni og sérstaklega ánægjulegt að vernda eigi stór hraun, hraunmyndanir og gíga sem eru einstakir á heimsvísu.

Brennsteinsfjöllin og næsta nágrenni við þau eru stærsta ósnortna landsvæðið á Reykjanesskaganum og hefur að geyma ótal marga hella sem hafa verið lítt rannsakaðir. Gígarnir og hraunin eru ótal mörg og hvert og eitt einstakt út af fyrir sig og mikil þörf á að vernda þetta svæði í heild sinni."

Sjá nánar á heimasíðu Hellarannsóknafélags Íslands.
 

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.