Fréttir

Kópavogur bætist í hópinn

Landvernd    15.10.2008
Landvernd


Föstudaginn 4. mars kl. 12 á hádegi var skrifað undir samstarfssamning milli Landverndar og Kópavogs um Vistvernd í verki. Undirskriftin fór fram á Náttúrustofu Kópavogs og það voru bæjarstjóri Kópavogs, Hansína Ásta Björgvinsdóttir og formaður Landverndar, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir sem skrifuðu undir. Þetta markar þáttaskil í verkefninu því nú hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins gengið til liðs við Vistvernd í verki.
Á myndinni eru einnig - aftari röð til vinstri - Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og Margrét Björnsdóttir formaður Umhverfisráðs.

Fyrsti hópurinn í Kópavogi mun fara af stað á næstu dögum.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.