Fréttir

Krían - 3ja. tölublað 2003

Landvernd    8.11.2003
Landvernd

Þriðja tölublað Kríunnar, blað um umhverfi og náttúru, er komið út. Blaðið, sem er 16. síður, er sent félögum í Fuglaverndarfélaginu og Landvernd og þátttakendum í Vistvernd í verki. Í Kríunni er m.a. viðtal við siðfræðinginn Peter Singer og Sveinbjörn Björnsson formann verkefnisstjórnar Ramma-áæltunar. Þá greinir Friðrik Sophusson frá viðhorfum sínum til náttúruverndar. Fyrir fulgaáhugamenn er sérstök myndrík grein um nýjar tegundir sem hafa verið finna sér bústað á Íslandi undanfarin ár. Forsíðumynd Kríunnar er úr Héðinsfirði og í blaðinu er fjallað um leiðir til að meta verðmæti þess að vernda og viðhalda slíkum stöðum. Ritstjóri Kríunnar er Svavar Knútur Kristinsson. Senda má efni í næstu Kríu, sem kemur í febrúar 2004, á netfangið: krian@landvernd.is.

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.